Innlent

Útlit fyrir mikinn kulda um komandi helgi

Birgir Olgeirsson skrifar
Á laugardag kólnar heldur mikið og getur frostið náð allt að átta stigum.
Á laugardag kólnar heldur mikið og getur frostið náð allt að átta stigum. vedur.is
Það gæti orðið fremur kalt í höfuðborginni um komandi helgi, rætist spá Veðurstofu Íslands. Á morgun er gert ráð fyrir vestlægri átt með éljagangi en þurrt og bjart austanlands.

Verður hiti nálægt frostmarki en föstudag verður komin norðvestan átt með hita um frostmark við sjávarsíðuna en búast má við vægu frosti til landsins. 

Á laugardag kólnar heldur mikið og getur frostið náð allt að átta stigum. Er gert ráð fyrir áframhaldandi kulda á sunnudag, mánudag og þriðjudag.  

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á morgun: 

Vestan 8-15  með éljagangi, en þurrt og bjart austanlands. Hiti nálægt frostmarki.

Á föstudag:

Norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands. Él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og stöku él með vesturströndinni, en bjartviðri sunnanlands. Hiti um frostmark við sjávarsíðuna, en vægt frost til landsins.

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 austast á landinu. Él við norður- og austurströndina, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig, mest inn til landsins.

Á sunnudag og mánudag:

Austan- og norðaustanátt, víða á bilinu 5-10 m/s. Lítils háttar él með norður- og austurströndinni, en víða þurrt og bjart annars staðar á landinu. Áfram fremur kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir ákveðna norðan- og norðaustanátt með snjókomu norðan og austanlands. Áfram frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×