„Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 13:26 Emmerson Mnangagwa er kallaður Krókódíllinn. Vísir/AFP Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu. Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu PF, hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. Hinn 93 ára Mugabe rak Mnangagwa úr embætti varaforseta landsins þann 6. nóvember og er talið að það hafi verið gert í þeim tilgangi að greiða leið eiginkonunnar, Grace Mugabe, til að taka við af Mugabe síðar meir. Mnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugame þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknum Talið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er talið að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum.Hjónin Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPMnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.Óttaðist um líf sitt Mugabe rak Mnangagwa svo úr embætti í byrjun mánaðar þar sem hann sakaði varaforsetann um að skipuleggja valdarán. Mnangagwa sagist þá óttast um líf sitt og flúði land. Talið er að Grace Mugabe hafi haft sitt að segja um brottrekstur Mnangagwa en barátta hefur staðið milli þeirra um hver eigi að taka við stjórn Simbabve eftir Robert Mugabe. Greint var frá því í dag að Grace Mugabe hafi flúið til Namibíu.
Namibía Tengdar fréttir Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27 Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Forseti Simbabve er nú í haldi en er heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. 15. nóvember 2017 08:27
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58
Grace Mugabe hefur flúið land Her Simbabve er nú með forsetann Robert Mugabe í stofufangelsi í höfuðborginni Harare. 15. nóvember 2017 12:48