Vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 10:15 Kvikmyndagerðarmennirnir Guðbergur og Konráð leggja sig fram um að gefa sem réttasta mynd af lífi setuliðsins hér á landi. Vísir/Eyþór Árnason Við erum þrír sem unnum að myndinni, meira og minna, Konráð Gylfason, Friðþór Eydal og ég. Við vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri,“ segir Guðbergur Davíðsson tökumaður nýrrar heimildarmyndar um veru bandaríska hersins á Íslandi sem frumsýnd verður í Bíói Paradís í kvöld klukkan 19. „Guðbergur segir þá Konráð hafa séð um allt sem snýr að kvikmyndagerðinni og svo hafi þeir þremenningar hjálpast að með handritið. „Friðþór er með fróðustu mönnum um allt sem snýr að hernaðarbröltinu, þannig að við erum með réttar flugvélar á réttum stað og allt eins nákvæmt og vandað og hægt er,“ tekur Guðbergur fram. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki í varnaráætlunum bandalagsríkja NATO í norðurhöfum og herstöðin í Keflavík var í áratugi miðstöð kafbátaleitar og loftvarnaviðbúnaðar. Herliðið hafði aðsetur á landinu í 55 ár, frá 1951 til 2006 og var staðsett í afgirtri herstöð við Keflavíkurflugvöll. Úr myndinni. Ungir menn voru sendir til Íslands í hálfgerða einangrun.En var eitthvað sem kom Guðbergi á óvart þegar hann fór að kafa í heimildirnar? „Já, hvað starfsemi varnarliðsins var gríðarlega umfangsmikil og hvað hún hafði mikil áhrif á líf og menningu landsmanna, enda var dvölin mikið þrætuepli þjóðarinnar. Ég held að fáir hafi fyllilega gert sér grein fyrir hlutverki hersins.“ Guðbergur er fæddur 1956 og man hluta þess tímabils sem herinn var hér. „Ég var á móti her í landinu og gæti trúað að við höfum verið í meiri hættu af því að hann var hér þegar kalda stríðið var upp á sitt versta. Þó var ég ekkert of upptekinn af þeim hugsunum í uppvextinum en man vel eftir því þegar almannavarnaflauturnar glumdu hér á þriggja mánaða fresti og svo voru leiðbeiningar um kjarnorkuvá í símaskránni lengi.“ Hvernig gekk ykkur að smala saman myndefninu? „Það gekk í sjálfu sér vel en það var tímafrekt því við þurftum að fá það víða að. Leituðum í öllum söfnum sem okkur duttu í hug, bæði innan lands og utan. Friðþór vann sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins um árabil og samskiptin við bandaríska herinn voru í gegnum hann. Þannig komumst við inn í öll söfn í Bandaríkjunum og þar er búið að gramsa í öllu sem hægt er að gramsa í. Við erum því með mikið af áður óbirtu myndefni.“ Úr myndinni. Orrustuþotur á flugi voru dagleg sjón á Íslandi árum saman.Myndin er 88 mínútur að lengd og í henni er meðal annars rætt við fyrrverandi liðsmenn og íslenska starfsmenn varnarliðsins. Spurður hvort þeir félagar fari eitthvað ofan í ástamál eða önnur persónuleg mál, svarar Guðbergur: „Við erum með nokkrar sögur, ekki kannski mikið um ástamál, en þó kemur ýmislegt fram um samskipti hermanna og Íslendinga, bæði á menningar-og félagslegu sviði. Þetta er löng saga og hún er ekki eins á öllum tímabilum. Fyrst voru hermennirnir mest einhleypir strákar í verkamannavinnu, þeir voru mjög einangraðir og fengu bara að fara út af svæðinu á Miðnesheiði á miðvikudögum. Seinna fluttu fjölskyldur á svæðið, það fór lítið fyrir þeim en þær nutu meira frelsis en herinn gerði í upphafi. Við minnumst líka aðeins á radarstöðvarnar úti á landi og sýnum mest frá þeirri sem var á Hornströndum. Meiri gat nú einangrunin varla orðið en þar.“ Þulur myndarinnar er Sigurþór Heimisson leikari. Framleiðandi er Ljósop ehf. og meðframleiðandi KAM film. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Við erum þrír sem unnum að myndinni, meira og minna, Konráð Gylfason, Friðþór Eydal og ég. Við vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri,“ segir Guðbergur Davíðsson tökumaður nýrrar heimildarmyndar um veru bandaríska hersins á Íslandi sem frumsýnd verður í Bíói Paradís í kvöld klukkan 19. „Guðbergur segir þá Konráð hafa séð um allt sem snýr að kvikmyndagerðinni og svo hafi þeir þremenningar hjálpast að með handritið. „Friðþór er með fróðustu mönnum um allt sem snýr að hernaðarbröltinu, þannig að við erum með réttar flugvélar á réttum stað og allt eins nákvæmt og vandað og hægt er,“ tekur Guðbergur fram. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki í varnaráætlunum bandalagsríkja NATO í norðurhöfum og herstöðin í Keflavík var í áratugi miðstöð kafbátaleitar og loftvarnaviðbúnaðar. Herliðið hafði aðsetur á landinu í 55 ár, frá 1951 til 2006 og var staðsett í afgirtri herstöð við Keflavíkurflugvöll. Úr myndinni. Ungir menn voru sendir til Íslands í hálfgerða einangrun.En var eitthvað sem kom Guðbergi á óvart þegar hann fór að kafa í heimildirnar? „Já, hvað starfsemi varnarliðsins var gríðarlega umfangsmikil og hvað hún hafði mikil áhrif á líf og menningu landsmanna, enda var dvölin mikið þrætuepli þjóðarinnar. Ég held að fáir hafi fyllilega gert sér grein fyrir hlutverki hersins.“ Guðbergur er fæddur 1956 og man hluta þess tímabils sem herinn var hér. „Ég var á móti her í landinu og gæti trúað að við höfum verið í meiri hættu af því að hann var hér þegar kalda stríðið var upp á sitt versta. Þó var ég ekkert of upptekinn af þeim hugsunum í uppvextinum en man vel eftir því þegar almannavarnaflauturnar glumdu hér á þriggja mánaða fresti og svo voru leiðbeiningar um kjarnorkuvá í símaskránni lengi.“ Hvernig gekk ykkur að smala saman myndefninu? „Það gekk í sjálfu sér vel en það var tímafrekt því við þurftum að fá það víða að. Leituðum í öllum söfnum sem okkur duttu í hug, bæði innan lands og utan. Friðþór vann sem upplýsingafulltrúi varnarliðsins um árabil og samskiptin við bandaríska herinn voru í gegnum hann. Þannig komumst við inn í öll söfn í Bandaríkjunum og þar er búið að gramsa í öllu sem hægt er að gramsa í. Við erum því með mikið af áður óbirtu myndefni.“ Úr myndinni. Orrustuþotur á flugi voru dagleg sjón á Íslandi árum saman.Myndin er 88 mínútur að lengd og í henni er meðal annars rætt við fyrrverandi liðsmenn og íslenska starfsmenn varnarliðsins. Spurður hvort þeir félagar fari eitthvað ofan í ástamál eða önnur persónuleg mál, svarar Guðbergur: „Við erum með nokkrar sögur, ekki kannski mikið um ástamál, en þó kemur ýmislegt fram um samskipti hermanna og Íslendinga, bæði á menningar-og félagslegu sviði. Þetta er löng saga og hún er ekki eins á öllum tímabilum. Fyrst voru hermennirnir mest einhleypir strákar í verkamannavinnu, þeir voru mjög einangraðir og fengu bara að fara út af svæðinu á Miðnesheiði á miðvikudögum. Seinna fluttu fjölskyldur á svæðið, það fór lítið fyrir þeim en þær nutu meira frelsis en herinn gerði í upphafi. Við minnumst líka aðeins á radarstöðvarnar úti á landi og sýnum mest frá þeirri sem var á Hornströndum. Meiri gat nú einangrunin varla orðið en þar.“ Þulur myndarinnar er Sigurþór Heimisson leikari. Framleiðandi er Ljósop ehf. og meðframleiðandi KAM film.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira