Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2017 08:27 Robert Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti. Vísir/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, er nú í haldi og heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. Kemur þar fram að „friðsamleg umskipti“ fari nú fram í landinu.BBC hefur eftir suður-afrískum fjölmiðlum að Mugabe muni segja af sér embætti innan skamms þar sem vísað er í heimildarmenn innan stjórnkerfisins í Simbabve. Mikil spenna hefur verið í landinu frá því að Mugabe rak í byrjun mánaðar varaforsetann og bandamann sinn til margra ára, Emmerson Mnangagwa, úr embætti. Talið er að hinn 93 ára Mugabe hafi með brottrekstri Mnangagwa reynt að greiða leið eiginkonu sinnar, hinnar 52 ára Grace Mugabe, þannig að hún gæti tekið við völdum í landinu síðar meir. Herinn í Simbabve tók í nótt yfir ríkisfjölmiðil landsins og hafa heyrst skothljóð og sprengingar í höfuðborginni Harare. Hershöfðingi birtist á skjám Simbabvemanna þar sem hann fullyrti að valdarán standi ekki yfir og að forsetinn og fjölskylda hans væri örugg. Á Twitter-síðu Zanu PF segir að hinn 75 ára Mnangagwa hafi verið gerður að forseta til bráðabirgða. Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti.ZANU PF has a way of solving our own problems, the situation is stable and Zimbabwe is open for business. There was no coup, but a bloodless peaceful transition- the centre is strong and there is peace with honest leadership.— ZANU PF (@zanu_pf) November 15, 2017 Last night the first family was detained and are safe, both for the constitution and the sanity of the nation this was necessary. Neither Zimbabwe nor ZANU are owned by Mugabe and his wife. Today begins a fresh new era and comrade Mnangagwa will help us achieve a better Zimbabwe.— ZANU PF (@zanu_pf) November 15, 2017 Tengdar fréttir Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, er nú í haldi og heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. Kemur þar fram að „friðsamleg umskipti“ fari nú fram í landinu.BBC hefur eftir suður-afrískum fjölmiðlum að Mugabe muni segja af sér embætti innan skamms þar sem vísað er í heimildarmenn innan stjórnkerfisins í Simbabve. Mikil spenna hefur verið í landinu frá því að Mugabe rak í byrjun mánaðar varaforsetann og bandamann sinn til margra ára, Emmerson Mnangagwa, úr embætti. Talið er að hinn 93 ára Mugabe hafi með brottrekstri Mnangagwa reynt að greiða leið eiginkonu sinnar, hinnar 52 ára Grace Mugabe, þannig að hún gæti tekið við völdum í landinu síðar meir. Herinn í Simbabve tók í nótt yfir ríkisfjölmiðil landsins og hafa heyrst skothljóð og sprengingar í höfuðborginni Harare. Hershöfðingi birtist á skjám Simbabvemanna þar sem hann fullyrti að valdarán standi ekki yfir og að forsetinn og fjölskylda hans væri örugg. Á Twitter-síðu Zanu PF segir að hinn 75 ára Mnangagwa hafi verið gerður að forseta til bráðabirgða. Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti.ZANU PF has a way of solving our own problems, the situation is stable and Zimbabwe is open for business. There was no coup, but a bloodless peaceful transition- the centre is strong and there is peace with honest leadership.— ZANU PF (@zanu_pf) November 15, 2017 Last night the first family was detained and are safe, both for the constitution and the sanity of the nation this was necessary. Neither Zimbabwe nor ZANU are owned by Mugabe and his wife. Today begins a fresh new era and comrade Mnangagwa will help us achieve a better Zimbabwe.— ZANU PF (@zanu_pf) November 15, 2017
Tengdar fréttir Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Segja yfirtökuna ekki vera valdarán Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða. 15. nóvember 2017 06:58