Erlent

Mugabe í haldi og sagður ætla að segja af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Robert Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti.
Robert Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti. Vísir/AFP
Robert Mugabe, forseti Simbabve, er nú í haldi og heill á húfi að því er fram kemur á Twitter-síðu valdaflokksins Zanu PF. Kemur þar fram að „friðsamleg umskipti“ fari nú fram í landinu.

BBC hefur eftir suður-afrískum fjölmiðlum að Mugabe muni segja af sér embætti innan skamms þar sem vísað er í heimildarmenn innan stjórnkerfisins í Simbabve.

Mikil spenna hefur verið í landinu frá því að Mugabe rak í byrjun mánaðar varaforsetann og bandamann sinn til margra ára, Emmerson Mnangagwa, úr embætti. Talið er að hinn 93 ára Mugabe hafi með brottrekstri Mnangagwa reynt að greiða leið eiginkonu sinnar, hinnar 52 ára Grace Mugabe, þannig að hún gæti tekið við völdum í landinu síðar meir.

Herinn í Simbabve tók í nótt yfir ríkisfjölmiðil landsins og hafa heyrst skothljóð og sprengingar í höfuðborginni Harare. Hershöfðingi birtist á skjám Simbabvemanna þar sem hann fullyrti að valdarán standi ekki yfir og að forsetinn og fjölskylda hans væri örugg.

Á Twitter-síðu Zanu PF segir að hinn 75 ára Mnangagwa hafi verið gerður að forseta til bráðabirgða.

Mugabe hefur stýrt Simbabve frá árinu 1980, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti.


Tengdar fréttir

Segja yfirtökuna ekki vera valdarán

Her Zimbabve segir að þrátt fyrir að hann hafi tekið yfir ríkisútvarp landsins sé ekki um valdaránstilraun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×