Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Margir koma á Landspítala eftir trampólíntengd slys. vísir/eyþór Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira