Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Margir koma á Landspítala eftir trampólíntengd slys. vísir/eyþór Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira