Ingimundur ekki vanhæfur þrátt fyrir tap á hlutabréfum Glitnis Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:11 Ingimundur Einarsson er ekki vanhæfur samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Vísir/Pjetur Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu. Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, væri ekki vanhæfur til þess að dæma í Stím-málinu svokallaða, þrátt fyrir að hafa átt hlutabréf í Glitni og tapað á þeim. Í úrskurðinum segir að Ingimundur hafi engu að síður vanrækt tilkynningarskyldu með því að tilkynna ekki um eign sína í þremur bönkum.Í Stím-málinu svokallaða voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital ákærðir og dæmdir vegna lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í FL Group og Glitni. Lárus hlaut þar fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða fangelsisdóm, en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar vegna meints vanhæfis. Sá dómur var ógiltur og honum vísað heim í hérað.Tekist á um hæfi dómaraÝmislegt hefur gengið á í tengslum við hið svokallaða Stím-mál og hafa þremenningarnir krafist þess að ákveðnir dómarar vikju úr störfum sínum vegna vanhæfis. Hæstiréttur ógilti upprunalegan dóm vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara. Var þar að finna nafn barnsföður hennar í gögnum málsins og þegar dómur féll hafi hann verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem síðar voru felld niður. Þegar málið fór aftur fyrir héraðsdóm kröfðust sakborningarnir þess að Ingimundur Einarsson, Hrefna Sigríður Briem og Símon Sigvaldason yrðu úrskurðuð vanhæf. Símon og Hrefna fyrir það að hafa dæmt í málinu sem var dæmt ógilt. Krafan um að Ingimundur skyldi úrskurðaður vanhæfur í dómsmálinu byggði á því að hann hafi á sínum tíma átt hlutabréf í stóru bönkunum þremur, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi. Sakborningarnir sögðu Ingimund hafa brugðist tilkynningarskyldu sinni og að upphæðir vegna eigna hans hafi verið verulegar. Hæstiréttur hafnaði engu að síður þeirri kröfu um að Ingimundur myndi víkja úr sæti sem dómstjóri málsins en hann hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að Símon Sigvaldason væri ekki vanhæfur til þess að dæma í málinu.
Tengdar fréttir Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00 Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15 Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51 Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Milljónatap ríkisins af Stím-málinu Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 07:00
Tekist á um meint vanhæfi dómara í Stím-málinu: „Úrlausn þessa máls snýst um ásýnd og traust“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu sakborninga í svokölluðu Stím-máli fór fram fyrir Hæstarétti á mánudag. 26. maí 2017 12:15
Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur vegna meints vanhæfis Sigríðar Hjaltested, eins af þremur dómurum í málinu í héraði. 13. apríl 2017 19:51
Allt upp á nýtt í Stím-málinu Vanhæfi dómara leiðir til þess að afar umfangsmikið hrunmál þarf að fara aftur til meðferðar í héraðsdómi. 1. júní 2017 15:00