Ólík lífeyrissparnaðarform oft lögð að jöfnu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Allianz á Íslandi hagnaðist samanlagt um 908 milljónir króna á árunum 2015 og 2016. Félagið opnaði skrifstofu hér á landi árið 1994, en höfuðstöðvarnar eru í Hafnarfirði. vísir/anton brink Kostnaðarhlutfall í samningum um lífeyristryggingar umboðsaðila þýska tryggingafélagsins Allianz hér á landi er að meðaltali tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Innlendir keppinautar umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hafa bent á að hefðbundinn séreignarsparnaður og lífeyristryggingar séu ólík sparnaðarform sem séu engu að síður lögð að jöfnu við markaðssetningu og kynningu. Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, segir ekki þýða að líta aðeins til kostnaðar við samning fyrstu ár samningstímans, heldur skipti mestu hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka í samningslok. Ólíkt innlendum vörsluaðilum segir hann Allianz sýna viðskiptavinum með nákvæmum hætti hver þróun lífeyristryggingarinnar verður. Hátt kostnaðarhlutfall í samningum umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hér á landi hefur endurspeglast í miklum hagnaði umræddra fyrirtækja á síðustu árum. Sem dæmi hagnaðist Allianz á Íslandi samanlagt um 1.274 milljónir króna á árunum 2011 til 2016, þar af um 908 milljónir á árunum 2015 og 2016, og þá var samanlagður hagnaður Sparnaðar, umboðsaðila þýska tryggingafélagsins Bayern-Versicherung, 706 milljónir króna á árunum 2011 til 2015, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Rétt er að taka fram að ekki liggur fyrir hve stór hluti tekna Sparnaðar kemur til vegna sölu lífeyristrygginga. Þau þýsku tryggingafélög sem starfa hér á landi lúta ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME), líkt og keppinautar þeirra, heldur þýskra yfirvalda. Þeim ber þannig ekki að láta FME í té upplýsingar um fjárhag sinn og þá eru heimildir FME til þess að grípa inn í starfsemi slíkra félaga afar takmarkaðar. Rúnar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs FME, bendir þó á að í tilfelli stórra vátryggjenda, líkt og Allianz og Bayern, sem starfa víða í Evrópu, hafi eftirlit í ríkjum álfunnar náið samstarf sín á milli og fylgist með stöðu félaganna í þeim ríkjum þar sem þau veita þjónustu. „Aukinn kraftur hefur verið settur í að reyna að virkja betur samvinnu eftirlita á milli ríkja, til dæmis þegar einhverjir erfiðleikar koma upp,“ segir hann.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á ÍslandiÚtreikningar, sem byggðir eru á gögnum frá Allianz á Íslandi, leiða í ljós að kostnaðarhlutfall í samningi um lífeyristryggingu, sem gerður er við félagið, er á milli 30 og 40 prósent á fyrsta ári samningstímans. Hlutfallið fer lækkandi eftir því sem lengra líður á samningstímann en er, eins og áður sagði, að meðaltali um 24,6 prósent á ári fyrstu fimm árin ef samið er til 42 ára og mánaðarleg greiðsla er 30 þúsund krónur. Til samanburðar eru þóknanir annarra fyrirtækja og sjóða sem taka á móti viðbótarlífeyrissparnaði, svo sem banka og lífeyrissjóða, á bilinu 0,2 til 0,65 prósent af meðalstöðu eigna á hverju ári. Eyjólfur segir að í lífeyrismálum skipti mestu máli hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka í samningslok og eins hvað eftirlifendur fái í sinn hlut við fráfall viðskiptavinar. Ekki þýði að skoða einungis kostnað við samning fyrstu ár samningstímans. Samningar um lífeyristryggingar séu gerðir til afar langs tíma, 30 til 40 ára. „Allianz er ekki sjóður sem greitt er í, heldur gera viðskiptavinir samning við líftryggingafélag Allianz í Þýskalandi. Kostnaður við hvern og einn samning er afar mismunandi þar sem upphæðin fer eftir samningstímanum og upphæð iðgjaldagreiðslunnar. Það er ekki eitthvað eitt sem gildir fyrir alla. Hver og einn fær sinn eigin útreikning,“ útskýrir hann. Samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar fyrir árin 2015 og 2016 námu iðgjöld sjóðfélaga Allianz á Íslandi vegna lífeyristrygginga 10,4 milljörðum króna á þessum tveimur árum. Þjónustutekjur á sama tímabili námu 2,4 milljörðum króna – en áætla má að um 90 prósent af tekjum félagsins komi til vegna sölu lífeyristrygginga – og var samanlagður hagnaður 908 milljónir. Í erindi félagsins til Alþingis í fyrra kom fram að um 22 þúsund Íslendingar ráðstöfuðu viðbótarlífeyrissparnaði sínum inn á lífeyristryggingarsamning hjá Allianz. Allur arður af starfseminni rennur til eina eiganda Allianz á Íslandi, Íslandsbanka, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Yfir 100 þúsund manns greiða í viðbótarlífeyrissparnað hér á landi. Nemur bein eign í slíkum sparnaði um 400 milljörðum krónum, en til samanburðar eiga um 20 þúsund manns skráð verðbréf í kauphöll hérlendis fyrir um 100 milljarða króna. Í því sambandi bendir viðmælandi Markaðarins á að um verðbréfaviðskipti gildi afar ítarleg löggjöf, sem byggi á Mifid-tilskipunum Evrópusambandsins, sem hafi það að markmiði að tryggja neytendavernd og heilbrigða viðskiptahætti. Sérstök áhersla sé lögð á að fjármálafyrirtæki haldi viðskiptavinum sínum, sem eigi í verðbréfaviðskiptum, upplýstum og veiti þeim viðeigandi ráðgjöf. Því skjóti það skökku við hve takmarkað eftirlit sé haft með umboðsaðilum erlendra tryggingafélaga miðað við hve umsvifamiklir þeir séu.Segir allt uppi á borðinu Eyjólfur tekur fram að í útreikningi á bak við samning félagsins komi skýrt fram hvert iðgjaldið sé, hvaða kostnaður falli til og eins – það sem mestu skipti – hvað tryggt sé að viðskiptavinurinn muni fá greitt til baka í samningslok. Allar helstu upplýsingar og forsendur liggi ljósar fyrir. „Við sýnum okkar viðskiptavinum með nákvæmum hætti hver þróun tryggingarinnar verður. Enginn íslenskur vörsluaðili gerir það,“ segir Eyjólfur. Allianz leggi sig fram við að halda viðskiptavinum vel upplýstum. Þeir fái í hendurnar öll gögn og útreikninga sem viðkomandi samningar byggja á. Auk þess bendir Eyjólfur á að við fráfall viðskiptavinar fá eftirlifendur ávallt allt sem hefur verið inngreitt, auk ávöxtunar, greitt til baka. Ef viðskiptavinur ákveði hins vegar að rifta samningi sínum þurfi hann að taka á sig uppreiknaðan kostnað við samninginn. Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa, allt að fjögur prósent, og mótframlagi frá vinnuveitanda, upp á tvö prósent, til viðbótarlífeyrissparnaðar. „Það sem við höfum verið að benda á í allnokkurn tíma er að í boði eru tvenns konar vörur eða sparnaðarform þegar kemur að viðbótarlífeyrissparnaði. Annars vegar hefðbundinn séreignarsparnaður og hins vegar lífeyristryggingar,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins. „Á þessu tvennu er mikill munur en við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru þessi ólíku sparnaðarform á hinn bóginn oft lögð að jöfnu. Ég benti meðal annars á þetta í grein árið 2014.“ Aðspurður útskýrir Ólafur Páll að samningar um séreignarsparnað, sem gerðir eru við lífeyrissjóð eða banka, kveði á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið. „Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Þóknanir eru líka almennt lágar og engin þóknun er við upphaf samnings. Þá er hægt að nýta þennan sparnað skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð hvort sem er með greiðslum inn á lán eða með söfnun,“ segir hann. Ólafur Páll segir að lífeyristrygging sé annars eðlis en hefðbundinn séreignarsparnaður. „Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað enda er um tryggingarsamning að ræða. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt.“ Hafa beri í huga að í mörgum tilvikum taki kaupandi lífeyristryggingar á sig afföll sem rýra inneignina, til dæmis ef taka á inneignina hraðar út en samningur kveður á um. „Viðkomandi getur þurft að sjá á eftir töluverðum fjárhæðum vegna þessa. Slíkt á ekki við um hefðbundinn séreignarsparnað. Við andlát rétthafa lífeyristryggingar rýrist inneignin sem rennur til erfingja. Inneign í hefðbundnum séreignarsparnaði rennur á hinn bóginn óskert til erfingja. Þóknanir vegna lífeyristrygginga eru mun hærri og sérstaklega í upphafi en það eru einmitt verðmætustu iðgjöld viðskiptavinarins. Þá getur hluti inneignar tapast ef greiðslur falla niður, til dæmis vegna atvinnuleysis eða náms,“ nefnir Ólafur Páll.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsinsFME getur beitt sér Rúnar útskýrir að erlendu vátryggingafélögin, svo sem Allianz og Bayern, sem nefnd voru í fyrirspurn Markaðarins til FME, hafi nýtt sér staðfesturétt sinn á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið til þess að veita þjónustu hér á landi. Í slíkum tilvikum fari eftirlitið í heimaríkjum fyrirtækjanna, Þýskalandi í umræddu tilfelli, með eftirlit með starfsemi félaganna. „Félögin lúta þannig eftirliti þýska fjármálaeftirlitsins. En á grundvelli laga um vátryggingastarfsemi eigum við hjá FME að grípa inn í ef við verðum þess vör að erlend félög séu ekki að fara að lögum hér á landi, til dæmis hvað varðar upplýsingagjöf, svo dæmi sé tekið. Við myndum þá ávallt grípa til slíkra ráðstafana að höfðu samráði við eftirlitið í heimaríkinu. Í undantekningartilvikum myndum við geta gripið beint inn í starfsemi erlendra félaga ef, eins og segir í lagatextanum, þau með grófum hætti eða ítrekað brjóta hérlend lög eða reglugerðir og ekki hefur verið unnt með kröfum eða aðgerðum að fá bætt úr því sem úrskeiðis hefur farið,“ nefnir hann. Aðspurður nefnir Rúnar að erlendu vátryggingafélögunum sé ekki skylt að skila FME upplýsingum um starfsemi sína, eins og til dæmis fjárhagsupplýsingum, í ljósi þess að að eftirlitið í Þýskalandi fari með eftirlit með félögunum. „Þær upplýsingar sem við fáum um starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi eru upplýsingar um iðgjaldamagn, þannig að við eigum með tíð og tíma að vera í stakk búin til þess að hafa upplýsingar um umfang viðskipta þessara félaga hér á landi.“ Auk þess fái Fjármálaeftirlitið upplýsingar um fjárhag félaganna þegar þau hefja starfsemi hér á landi. Eftirlitið í heimaríkinu þurfi þá að staðfesta að fjárhagur félaganna sé í lagi og að félagið uppfylli fjárhagslegar kröfur, svo sem hvað varðar gjaldþol. „Í hreinskilni sagt finnst mér að neytendavernd mætti vera meiri þegar kemur að lífeyristryggingum,“ segir Ólafur Páll. „Það er okkar upplifun að margir geri sér alls ekki grein fyrir muninum sem er á lífeyristryggingum annars vegar og séreignarsparnaði hins vegar.“ Hann bendir auk þess á að innlendir vörsluaðilar, svo sem lífeyrissjóðir og bankar, lúti eftirliti Fjármálaeftirlitsins hér á landi á meðan söluaðilar erlendra lífeyristrygginga lúti eftirliti heimaríkis. „Það eftirlit virðist ekki jafn virkt,“ segir hann. „Við höfum alltaf bent okkar viðskiptavinum á að kynna sér þær vörur vel sem eru í boði á þessum markaði. Séreignarsparnaðurinn hefur reynst sérlega vel sem sparnaðarform. Í mörgum tilvikum eru þetta fjárhæðir sem skipta miklu máli hjá fólki og munu örugglega gera það í framtíðinni eftir því sem höfuðstóllinn vex. Það er því mikilvægt að fólk sé meðvitað um eðli vörunnar og kynni sér málin vel,“ segir Ólafur Páll.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Kostnaðarhlutfall í samningum um lífeyristryggingar umboðsaðila þýska tryggingafélagsins Allianz hér á landi er að meðaltali tæplega 25 prósent á ári fyrstu fimm ár samningstímans ef samið er til meira en 40 ára. Innlendir keppinautar umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hafa bent á að hefðbundinn séreignarsparnaður og lífeyristryggingar séu ólík sparnaðarform sem séu engu að síður lögð að jöfnu við markaðssetningu og kynningu. Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, segir ekki þýða að líta aðeins til kostnaðar við samning fyrstu ár samningstímans, heldur skipti mestu hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka í samningslok. Ólíkt innlendum vörsluaðilum segir hann Allianz sýna viðskiptavinum með nákvæmum hætti hver þróun lífeyristryggingarinnar verður. Hátt kostnaðarhlutfall í samningum umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hér á landi hefur endurspeglast í miklum hagnaði umræddra fyrirtækja á síðustu árum. Sem dæmi hagnaðist Allianz á Íslandi samanlagt um 1.274 milljónir króna á árunum 2011 til 2016, þar af um 908 milljónir á árunum 2015 og 2016, og þá var samanlagður hagnaður Sparnaðar, umboðsaðila þýska tryggingafélagsins Bayern-Versicherung, 706 milljónir króna á árunum 2011 til 2015, en félagið hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Rétt er að taka fram að ekki liggur fyrir hve stór hluti tekna Sparnaðar kemur til vegna sölu lífeyristrygginga. Þau þýsku tryggingafélög sem starfa hér á landi lúta ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME), líkt og keppinautar þeirra, heldur þýskra yfirvalda. Þeim ber þannig ekki að láta FME í té upplýsingar um fjárhag sinn og þá eru heimildir FME til þess að grípa inn í starfsemi slíkra félaga afar takmarkaðar. Rúnar Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri eftirlitssviðs FME, bendir þó á að í tilfelli stórra vátryggjenda, líkt og Allianz og Bayern, sem starfa víða í Evrópu, hafi eftirlit í ríkjum álfunnar náið samstarf sín á milli og fylgist með stöðu félaganna í þeim ríkjum þar sem þau veita þjónustu. „Aukinn kraftur hefur verið settur í að reyna að virkja betur samvinnu eftirlita á milli ríkja, til dæmis þegar einhverjir erfiðleikar koma upp,“ segir hann.Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á ÍslandiÚtreikningar, sem byggðir eru á gögnum frá Allianz á Íslandi, leiða í ljós að kostnaðarhlutfall í samningi um lífeyristryggingu, sem gerður er við félagið, er á milli 30 og 40 prósent á fyrsta ári samningstímans. Hlutfallið fer lækkandi eftir því sem lengra líður á samningstímann en er, eins og áður sagði, að meðaltali um 24,6 prósent á ári fyrstu fimm árin ef samið er til 42 ára og mánaðarleg greiðsla er 30 þúsund krónur. Til samanburðar eru þóknanir annarra fyrirtækja og sjóða sem taka á móti viðbótarlífeyrissparnaði, svo sem banka og lífeyrissjóða, á bilinu 0,2 til 0,65 prósent af meðalstöðu eigna á hverju ári. Eyjólfur segir að í lífeyrismálum skipti mestu máli hvað viðskiptavinurinn fái greitt til baka í samningslok og eins hvað eftirlifendur fái í sinn hlut við fráfall viðskiptavinar. Ekki þýði að skoða einungis kostnað við samning fyrstu ár samningstímans. Samningar um lífeyristryggingar séu gerðir til afar langs tíma, 30 til 40 ára. „Allianz er ekki sjóður sem greitt er í, heldur gera viðskiptavinir samning við líftryggingafélag Allianz í Þýskalandi. Kostnaður við hvern og einn samning er afar mismunandi þar sem upphæðin fer eftir samningstímanum og upphæð iðgjaldagreiðslunnar. Það er ekki eitthvað eitt sem gildir fyrir alla. Hver og einn fær sinn eigin útreikning,“ útskýrir hann. Samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar fyrir árin 2015 og 2016 námu iðgjöld sjóðfélaga Allianz á Íslandi vegna lífeyristrygginga 10,4 milljörðum króna á þessum tveimur árum. Þjónustutekjur á sama tímabili námu 2,4 milljörðum króna – en áætla má að um 90 prósent af tekjum félagsins komi til vegna sölu lífeyristrygginga – og var samanlagður hagnaður 908 milljónir. Í erindi félagsins til Alþingis í fyrra kom fram að um 22 þúsund Íslendingar ráðstöfuðu viðbótarlífeyrissparnaði sínum inn á lífeyristryggingarsamning hjá Allianz. Allur arður af starfseminni rennur til eina eiganda Allianz á Íslandi, Íslandsbanka, sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Yfir 100 þúsund manns greiða í viðbótarlífeyrissparnað hér á landi. Nemur bein eign í slíkum sparnaði um 400 milljörðum krónum, en til samanburðar eiga um 20 þúsund manns skráð verðbréf í kauphöll hérlendis fyrir um 100 milljarða króna. Í því sambandi bendir viðmælandi Markaðarins á að um verðbréfaviðskipti gildi afar ítarleg löggjöf, sem byggi á Mifid-tilskipunum Evrópusambandsins, sem hafi það að markmiði að tryggja neytendavernd og heilbrigða viðskiptahætti. Sérstök áhersla sé lögð á að fjármálafyrirtæki haldi viðskiptavinum sínum, sem eigi í verðbréfaviðskiptum, upplýstum og veiti þeim viðeigandi ráðgjöf. Því skjóti það skökku við hve takmarkað eftirlit sé haft með umboðsaðilum erlendra tryggingafélaga miðað við hve umsvifamiklir þeir séu.Segir allt uppi á borðinu Eyjólfur tekur fram að í útreikningi á bak við samning félagsins komi skýrt fram hvert iðgjaldið sé, hvaða kostnaður falli til og eins – það sem mestu skipti – hvað tryggt sé að viðskiptavinurinn muni fá greitt til baka í samningslok. Allar helstu upplýsingar og forsendur liggi ljósar fyrir. „Við sýnum okkar viðskiptavinum með nákvæmum hætti hver þróun tryggingarinnar verður. Enginn íslenskur vörsluaðili gerir það,“ segir Eyjólfur. Allianz leggi sig fram við að halda viðskiptavinum vel upplýstum. Þeir fái í hendurnar öll gögn og útreikninga sem viðkomandi samningar byggja á. Auk þess bendir Eyjólfur á að við fráfall viðskiptavinar fá eftirlifendur ávallt allt sem hefur verið inngreitt, auk ávöxtunar, greitt til baka. Ef viðskiptavinur ákveði hins vegar að rifta samningi sínum þurfi hann að taka á sig uppreiknaðan kostnað við samninginn. Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa, allt að fjögur prósent, og mótframlagi frá vinnuveitanda, upp á tvö prósent, til viðbótarlífeyrissparnaðar. „Það sem við höfum verið að benda á í allnokkurn tíma er að í boði eru tvenns konar vörur eða sparnaðarform þegar kemur að viðbótarlífeyrissparnaði. Annars vegar hefðbundinn séreignarsparnaður og hins vegar lífeyristryggingar,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins. „Á þessu tvennu er mikill munur en við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru þessi ólíku sparnaðarform á hinn bóginn oft lögð að jöfnu. Ég benti meðal annars á þetta í grein árið 2014.“ Aðspurður útskýrir Ólafur Páll að samningar um séreignarsparnað, sem gerðir eru við lífeyrissjóð eða banka, kveði á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið. „Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Þóknanir eru líka almennt lágar og engin þóknun er við upphaf samnings. Þá er hægt að nýta þennan sparnað skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð hvort sem er með greiðslum inn á lán eða með söfnun,“ segir hann. Ólafur Páll segir að lífeyristrygging sé annars eðlis en hefðbundinn séreignarsparnaður. „Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað enda er um tryggingarsamning að ræða. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt.“ Hafa beri í huga að í mörgum tilvikum taki kaupandi lífeyristryggingar á sig afföll sem rýra inneignina, til dæmis ef taka á inneignina hraðar út en samningur kveður á um. „Viðkomandi getur þurft að sjá á eftir töluverðum fjárhæðum vegna þessa. Slíkt á ekki við um hefðbundinn séreignarsparnað. Við andlát rétthafa lífeyristryggingar rýrist inneignin sem rennur til erfingja. Inneign í hefðbundnum séreignarsparnaði rennur á hinn bóginn óskert til erfingja. Þóknanir vegna lífeyristrygginga eru mun hærri og sérstaklega í upphafi en það eru einmitt verðmætustu iðgjöld viðskiptavinarins. Þá getur hluti inneignar tapast ef greiðslur falla niður, til dæmis vegna atvinnuleysis eða náms,“ nefnir Ólafur Páll.Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsinsFME getur beitt sér Rúnar útskýrir að erlendu vátryggingafélögin, svo sem Allianz og Bayern, sem nefnd voru í fyrirspurn Markaðarins til FME, hafi nýtt sér staðfesturétt sinn á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið til þess að veita þjónustu hér á landi. Í slíkum tilvikum fari eftirlitið í heimaríkjum fyrirtækjanna, Þýskalandi í umræddu tilfelli, með eftirlit með starfsemi félaganna. „Félögin lúta þannig eftirliti þýska fjármálaeftirlitsins. En á grundvelli laga um vátryggingastarfsemi eigum við hjá FME að grípa inn í ef við verðum þess vör að erlend félög séu ekki að fara að lögum hér á landi, til dæmis hvað varðar upplýsingagjöf, svo dæmi sé tekið. Við myndum þá ávallt grípa til slíkra ráðstafana að höfðu samráði við eftirlitið í heimaríkinu. Í undantekningartilvikum myndum við geta gripið beint inn í starfsemi erlendra félaga ef, eins og segir í lagatextanum, þau með grófum hætti eða ítrekað brjóta hérlend lög eða reglugerðir og ekki hefur verið unnt með kröfum eða aðgerðum að fá bætt úr því sem úrskeiðis hefur farið,“ nefnir hann. Aðspurður nefnir Rúnar að erlendu vátryggingafélögunum sé ekki skylt að skila FME upplýsingum um starfsemi sína, eins og til dæmis fjárhagsupplýsingum, í ljósi þess að að eftirlitið í Þýskalandi fari með eftirlit með félögunum. „Þær upplýsingar sem við fáum um starfsemi erlendra vátryggingafélaga hér á landi eru upplýsingar um iðgjaldamagn, þannig að við eigum með tíð og tíma að vera í stakk búin til þess að hafa upplýsingar um umfang viðskipta þessara félaga hér á landi.“ Auk þess fái Fjármálaeftirlitið upplýsingar um fjárhag félaganna þegar þau hefja starfsemi hér á landi. Eftirlitið í heimaríkinu þurfi þá að staðfesta að fjárhagur félaganna sé í lagi og að félagið uppfylli fjárhagslegar kröfur, svo sem hvað varðar gjaldþol. „Í hreinskilni sagt finnst mér að neytendavernd mætti vera meiri þegar kemur að lífeyristryggingum,“ segir Ólafur Páll. „Það er okkar upplifun að margir geri sér alls ekki grein fyrir muninum sem er á lífeyristryggingum annars vegar og séreignarsparnaði hins vegar.“ Hann bendir auk þess á að innlendir vörsluaðilar, svo sem lífeyrissjóðir og bankar, lúti eftirliti Fjármálaeftirlitsins hér á landi á meðan söluaðilar erlendra lífeyristrygginga lúti eftirliti heimaríkis. „Það eftirlit virðist ekki jafn virkt,“ segir hann. „Við höfum alltaf bent okkar viðskiptavinum á að kynna sér þær vörur vel sem eru í boði á þessum markaði. Séreignarsparnaðurinn hefur reynst sérlega vel sem sparnaðarform. Í mörgum tilvikum eru þetta fjárhæðir sem skipta miklu máli hjá fólki og munu örugglega gera það í framtíðinni eftir því sem höfuðstóllinn vex. Það er því mikilvægt að fólk sé meðvitað um eðli vörunnar og kynni sér málin vel,“ segir Ólafur Páll.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira