Gefa út starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðjunni á Bakka Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2017 10:25 Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf til ársins 2033. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að fyrirtækið muni hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi þar sem til stendur að framleiða meira en 98,5 prósent hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári. „Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablaði og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvað að bera einn lið umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallaði um meinta annmarka á áliti hennar. Þar var einkum fjallað um sjónarmið samtakanna um að tilteknum atriðum hafi verið sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriðum var svar Skipulagsstofnunar þess efnis að umfjöllun hennar hafi farið rétt fram samkvæmt lögum. Þá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtækisins sem ákvað að svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu. Nokkur endurskoðun fór fram á ákvæðum starfsleyfisins eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfæra þurfti ákvæði um úrgang og var þar fallist á sjónarmið í umsögn Landverndar að ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna að afar mikið magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Þetta var galli á tillögunni sem hefur nú verið lagfærður. Umrædd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörðuð út frá sérstökum tilfellum sem gætu komið upp ef að erfitt yrði að selja aukaafurðir. Greinin er einkum hugsuð til að skylda rekstraraðila til að leysa slík vandamál komi þau upp, sem ekki er talið líklegt,“ segir í tilkynningunni Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033, en ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Nánar er fjallað um málið á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf til ársins 2033. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að fyrirtækið muni hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi þar sem til stendur að framleiða meira en 98,5 prósent hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári. „Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablaði og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvað að bera einn lið umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallaði um meinta annmarka á áliti hennar. Þar var einkum fjallað um sjónarmið samtakanna um að tilteknum atriðum hafi verið sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriðum var svar Skipulagsstofnunar þess efnis að umfjöllun hennar hafi farið rétt fram samkvæmt lögum. Þá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtækisins sem ákvað að svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu. Nokkur endurskoðun fór fram á ákvæðum starfsleyfisins eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfæra þurfti ákvæði um úrgang og var þar fallist á sjónarmið í umsögn Landverndar að ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna að afar mikið magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Þetta var galli á tillögunni sem hefur nú verið lagfærður. Umrædd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörðuð út frá sérstökum tilfellum sem gætu komið upp ef að erfitt yrði að selja aukaafurðir. Greinin er einkum hugsuð til að skylda rekstraraðila til að leysa slík vandamál komi þau upp, sem ekki er talið líklegt,“ segir í tilkynningunni Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033, en ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.Nánar er fjallað um málið á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Sauðfjárbændur sækja um starf í kísilveri PCC Nokkrir sauðfjárbændur hafa sótt um starf í kísilveri PCC á Húsavík. Forstjórinn segir mannaráðningar ganga vonum framar. 28. september 2017 23:00