Katrín segir líkur á góðum samningi Sveinn Arnarsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, ganga út í kvöldsvalann eftir langan fund þingflokksins þar sem rætt var um hvort fara eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um myndun ríkisstjórnar. Enginn botn fékkst í málið sem Katrín segir að verði rætt áfram í dag. vísir/stefán Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31