Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. nóvember 2017 20:01 Helgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“ Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira