Sebastian Vettel vann í Brasilíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. nóvember 2017 17:36 Sebastian Vettel átti afar góðan dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. Vettel sigldi auðan sjó megnið af keppninni og hafði Bottas fyrir aftan sig allan tíma. Raikkonen þurfti að glíma aðeins við Hamilton undir lokin. Hamilton ók sem andsetinn og náði ótrúlegum árangri eftir að hafa ræst af þjónustusvæðinu. Hamilton náði þó ekki inn á verðlaunapall. Ræsingin var spennandi, Vettel náði forystunni af Bottas og Esteban Ocon á Force India og Romain Grosjean á Haas flæktust saman með þeim afleiðingum að Ocon þurfti að hætta keppni, þetta var því í fyrsta skipti sem Ocon fellur úr leik í keppni í Formúlu 1. Hann hafði lokið 27 keppnum í röð. Kevin Magunssen á Haas féll einnig úr leik á fyrsta hring sem og Stoffel Vandoorne á McLaren. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan brak var hreinsað af brautinni. Öryggisbíllinn kom svo inn við lok fimmta hrings. Lewis Hamilton var iðinn við kolann að taka fram úr ökumönnum. Hann var orðinn níundi eftir níu hringi. Bretinn hafði ræst af þjónustusvæðinu. Hamilton stakk sér fram úr Fernando Alonso við upphaf 20. hrings og var þá orðinn sjöundi. Brautin var afar heit í keppninni. Malbikið var um 60°C sem er óvenju hátt. Það virtist hafa talsverð áhrif á dekkjaslit hjá ökumönnum.Felipe Massa keyrði sína síðustu keppni í Formúlu 1 í Brasilíu.Vísir/GettyHamilton var orðinn fimmti á 21. hring og var þá um 17 sekúndum á eftir Vettel sem var fremstur. Hann hóf sókn á Verstappen sem var fjórði. Bottas var fyrstur af fremstu mönnum til að taka þjónustuhlé á 28. hring Hann skilaði ofur-mjúkum dekkjum og fékk mjúk dekk undir. Vettel kom svo inn á 29. hring og hann fékk sömu meðferð og Bottas. Verstappen fékk sömu meðferð á sama hring og Vettel. Vettel hélt Bottas fyrir aftan sig en munurinn var nánast enginn þegar Þjóðverjinn kom út á brautina aftur. Bottas var í skottinu á Vettel en það breyttist nokkuð hratt í svipað bil. Hamilton leiddi keppnina um tíma og Vettel annar og var fjórum sekúndum á eftir Hamilton. Hamilton var með forystuna eftir 30 hringi eftir að hann ræsti af þjónustusvæðinu. Hamilton tók þjónustuhlé á 43. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir í stað mjúkra sem hann ræsti af stað á. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið í forystunni og kom út í fimmta sæti og 19 sekúndum á eftir Vettel sem tók þá aftur forystuna. Hamilton hóf stórsókn og var sekúndu á hring fljótari en ökumennirnir fyrir framan hann. Hamilton var kominn í sóknarfæri við Verstappen á síðustu 13 hringjunum. Glíman þeirra á milli varði í þrjár beygjur og þá var Hamilton kominn fram úr á 59. hring. Þá voru ekki nema fimm sekúndur í Raikkonen sem var í síðasta verðlaunasætinu. Hamilton var farinn að geta opnað afturvænginn þegar fimm hringir voru eftir. Baráttan var hörð þeirra á milli síðustu hringina en allt kom fyrir ekki. Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07 Lewis Hamilton segir að liðsmönnum Mercedes hafi verið ógnað með byssum í Brasilíu Lewis Hamilton greindi frá því fyrr í dag á Twitter reikningi sínum að nokkrir starfsmenn liðs síns, Mercedes, hafi verið rændir og byssum beint að þeim í gær á Interlagos brautinni í Brasilíu. Segist hann vera í miklu uppnámi og að engar afsakanir séu fyrir því að svona gerist. 11. nóvember 2017 17:14 Bottas: Ég vil frekar ræsa af ráspól en þriðji Valtteri Bottas náði sínum þriðja ráspól á ferlinum á Mercedes bílnum í dag. Hann nappaði ráspólnum af Sebastian Vettel á Ferrari undir lok tímatökunnar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari vann brasilíska kappasturinn í Formúlu 1. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. Vettel sigldi auðan sjó megnið af keppninni og hafði Bottas fyrir aftan sig allan tíma. Raikkonen þurfti að glíma aðeins við Hamilton undir lokin. Hamilton ók sem andsetinn og náði ótrúlegum árangri eftir að hafa ræst af þjónustusvæðinu. Hamilton náði þó ekki inn á verðlaunapall. Ræsingin var spennandi, Vettel náði forystunni af Bottas og Esteban Ocon á Force India og Romain Grosjean á Haas flæktust saman með þeim afleiðingum að Ocon þurfti að hætta keppni, þetta var því í fyrsta skipti sem Ocon fellur úr leik í keppni í Formúlu 1. Hann hafði lokið 27 keppnum í röð. Kevin Magunssen á Haas féll einnig úr leik á fyrsta hring sem og Stoffel Vandoorne á McLaren. Öryggisbíllinn var kallaður út á meðan brak var hreinsað af brautinni. Öryggisbíllinn kom svo inn við lok fimmta hrings. Lewis Hamilton var iðinn við kolann að taka fram úr ökumönnum. Hann var orðinn níundi eftir níu hringi. Bretinn hafði ræst af þjónustusvæðinu. Hamilton stakk sér fram úr Fernando Alonso við upphaf 20. hrings og var þá orðinn sjöundi. Brautin var afar heit í keppninni. Malbikið var um 60°C sem er óvenju hátt. Það virtist hafa talsverð áhrif á dekkjaslit hjá ökumönnum.Felipe Massa keyrði sína síðustu keppni í Formúlu 1 í Brasilíu.Vísir/GettyHamilton var orðinn fimmti á 21. hring og var þá um 17 sekúndum á eftir Vettel sem var fremstur. Hann hóf sókn á Verstappen sem var fjórði. Bottas var fyrstur af fremstu mönnum til að taka þjónustuhlé á 28. hring Hann skilaði ofur-mjúkum dekkjum og fékk mjúk dekk undir. Vettel kom svo inn á 29. hring og hann fékk sömu meðferð og Bottas. Verstappen fékk sömu meðferð á sama hring og Vettel. Vettel hélt Bottas fyrir aftan sig en munurinn var nánast enginn þegar Þjóðverjinn kom út á brautina aftur. Bottas var í skottinu á Vettel en það breyttist nokkuð hratt í svipað bil. Hamilton leiddi keppnina um tíma og Vettel annar og var fjórum sekúndum á eftir Hamilton. Hamilton var með forystuna eftir 30 hringi eftir að hann ræsti af þjónustusvæðinu. Hamilton tók þjónustuhlé á 43. hring og fékk ofur-mjúk dekk undir í stað mjúkra sem hann ræsti af stað á. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið í forystunni og kom út í fimmta sæti og 19 sekúndum á eftir Vettel sem tók þá aftur forystuna. Hamilton hóf stórsókn og var sekúndu á hring fljótari en ökumennirnir fyrir framan hann. Hamilton var kominn í sóknarfæri við Verstappen á síðustu 13 hringjunum. Glíman þeirra á milli varði í þrjár beygjur og þá var Hamilton kominn fram úr á 59. hring. Þá voru ekki nema fimm sekúndur í Raikkonen sem var í síðasta verðlaunasætinu. Hamilton var farinn að geta opnað afturvænginn þegar fimm hringir voru eftir. Baráttan var hörð þeirra á milli síðustu hringina en allt kom fyrir ekki.
Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07 Lewis Hamilton segir að liðsmönnum Mercedes hafi verið ógnað með byssum í Brasilíu Lewis Hamilton greindi frá því fyrr í dag á Twitter reikningi sínum að nokkrir starfsmenn liðs síns, Mercedes, hafi verið rændir og byssum beint að þeim í gær á Interlagos brautinni í Brasilíu. Segist hann vera í miklu uppnámi og að engar afsakanir séu fyrir því að svona gerist. 11. nóvember 2017 17:14 Bottas: Ég vil frekar ræsa af ráspól en þriðji Valtteri Bottas náði sínum þriðja ráspól á ferlinum á Mercedes bílnum í dag. Hann nappaði ráspólnum af Sebastian Vettel á Ferrari undir lok tímatökunnar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. nóvember 2017 21:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07
Lewis Hamilton segir að liðsmönnum Mercedes hafi verið ógnað með byssum í Brasilíu Lewis Hamilton greindi frá því fyrr í dag á Twitter reikningi sínum að nokkrir starfsmenn liðs síns, Mercedes, hafi verið rændir og byssum beint að þeim í gær á Interlagos brautinni í Brasilíu. Segist hann vera í miklu uppnámi og að engar afsakanir séu fyrir því að svona gerist. 11. nóvember 2017 17:14
Bottas: Ég vil frekar ræsa af ráspól en þriðji Valtteri Bottas náði sínum þriðja ráspól á ferlinum á Mercedes bílnum í dag. Hann nappaði ráspólnum af Sebastian Vettel á Ferrari undir lok tímatökunnar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. nóvember 2017 21:00