Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 11:15 Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. Huginn Freyr Þorsteinsson Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17