Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira