Baggalútsmenn öfluðu 124 milljóna fyrir jólin Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Fjölmargir tróðu upp á jólatónleikum Baggalúts í fyrra. Vísir/eyþór Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Miðasölutekjur vegna sautján jólatónleika Baggalúts í fyrra námu 124 milljónum króna. Uppselt var á þá alla og einkahlutafélag sjö liðsmanna Baggalúts skilaði 10,8 milljóna hagnaði eftir síðustu jólavertíð. Baggalútur hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælustu jólatónleikum landsins í Háskólabíói. Miðar á þá hafa selst upp á nokkrum klukkutímum en samkvæmt nýjum ársreikningi Baggalúts ehf. kostaði tónleikahaldið í fyrra um 104 milljónir króna. Kostnaðurinn jókst um tólf milljónir milli ára en félagið, sem heldur einnig utan um vefsíðu og plötuútgáfu grínhópsins, skilaði methagnaði árið 2015 eða jákvæðri afkomu upp á 14,8 milljónir. Alls hefur það verið rekið með 42 milljóna hagnaði frá árinu 2012. Heildartekjur Baggalúts í fyrra námu 127 milljónum og veltuna má því að mestu rekja til tónleikahaldsins í desember. Greiðslur til tónlistarmanna sem að því komu námu 81 milljón og þær því langstærsti kostnaðarliðurinn Til samanburðar seldi Baggalútur jólatónleikamiða fyrir 42 milljónir árið 2013. Þá voru sjö ár síðan hópurinn hélt sína fyrstu jólatónleika. Þeir voru í Iðnó á Þorláksmessu. Áður hefur komið fram að eigendur félagsins hafa aldrei greitt sér út arð og á árinu 2016 varð engin breyting þar á. Þeir áttu þá um 99 milljónir í handbæru fé og markaðsverðbréfum en eignir félagsins voru þá 58 milljónum hærri en skuldirnar og námu alls 112 milljónum. Baggalútur er í eigu Braga Valdimars Skúlasonar, tónlistarmanns og framkvæmdastjóra félagsins, og sex annarra stofnenda vefsíðunnar baggalutur.is sem hópurinn opnaði árið 2001. Eiga þeir allir 14,3 prósent í fyrirtækinu. Bragi Valdimar hefur áður sagt að eigendur félagsins vilji heldur greiða mönnum góð laun en arð út úr félaginu. Meðlimir sveitarinnar séu eins og stórfjölskylda sem hittist nánast eingöngu á jólunum og að félagið hafi svo að segja verið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um jólavertíðina. Ekki náðist í Braga Valdimar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira