Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson virtist vongóður þegar hann mætti til fundar við þingflokk sinn í Valhöll í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Línurnar skýrast í dag eða á morgun um hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Viðmælendum Fréttablaðsins úr þingliði flokkanna þykir ekki ólíklegt að náist saman um málefni verði farið í formlegar viðræður en róðurinn er sagður þyngstur innan Vinstri grænna. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort stjórn þessara flokka geti orðið langlíf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraefni stjórnarinnar, verði hún að veruleika. Í skiptum fyrir forsætið fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á 5 til 6 ráðherraembætti. Skipting ráðuneyta gæti þá verið sú að Vinstri græn fái tvö ráðuneyti auk forsætisráðuneytisins, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Margir eru um hituna hjá Sjálfstæðismönnum og ljóst að færri komast í ríkisstjórn en vilja. Ekki þarf að deila um að formaðurinn sjálfur verði oddviti flokksins í stjórninni, líklega með fjármálaráðuneytið. Hvorki verður hróflað við Guðlaugi Þór Þórðarsyni né Kristjáni Þór Júlíussyni. Báðir eru þeir 1. þingmenn sinna kjördæma. Flokkurinn hélt öllum sínum þingmönnum í kjördæmi Guðlaugs en flokkurinn tapaði einum þingmanni í Norðausturkjördæmi. Kristján er hins vegar með mestu ráðherrareynsluna í þingliðinu og viðmælendum blaðsins ber saman um að við honum verði ekki hróflað. En nú vandast málin. Páll Magnússon og Haraldur Benediktsson eru báðir 1. þingmenn sinna kjördæma. Samkvæmt viðmælendum Fréttablaðsins væru þeir báðir ráðherrar ef þeir væru af öðru kyni og líklegt þykir að þeir muni aftur þurfa að víkja fyrir konum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er vonarstjarna flokksforystunnar og helsta varaformannsefni flokksins. Hún er 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis og var í öðru sæti á lista flokksins á eftir Haraldi Benediktssyni. Þegar fráfarandi stjórn var mynduð bauð Haraldur sjálfur fram þann kost að hún yrði gerð að ráðherra í hans stað. Sjálfur varð hann formaður valdamestu nefndar þingsins; fjárlaganefndar. Sumir kalla það ekki vond skipti. Enn er eftir að nefna Jón Gunnarsson samgönguráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og sitjandi varaformann, og Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Áslaug Arna þykir enn of ung og óreynd til að setjast í ráðherrastól. Ótækt þykir hins vegar að hafa aðeins eina konu í ráðherraliði flokksins og samkvæmt heimildum blaðsins er langlíklegast að Sigríður Andersen verði í ráðherraliði flokksins, enda er hún kona sem er 1. þingmaður síns kjördæmis. Jón Gunnarsson gæti því þurft að víkja úr ríkisstjórn, verði ráðherrar flokksins aðeins fimm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira