Um 100 börn farið í Kvennaathvarfið 29. nóvember 2017 11:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf © 365 ehf / Valgarður Gíslason vísir/valli SAMFÉLAG „Það er búin að vera alveg gríðarlega mikil aðsókn í Kvennaathvarfið allt þetta ár. Það hafa verið hérna það sem af er ári rúmlega 140 konur og sennilega hátt í 100 börn. Sem er talsvert meira en öll árin á undan,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Aðspurð segir Sigþrúður meðaldvöl í ár vera býsna langa. Meðaldvöl árið 2016 var 28 dagar og hafði þá lengst um níu daga frá árinu á undan. Dæmi eru um að konur dvelji í athvarfinu mánuðum saman. Þar geta aðstæður á leigumarkaði skipt máli og aðgengi að viðráðanlegu húsnæði. „Þetta er auðvitað neyðarúrræði, neyðarathvarf, en það er metið hverju sinni hvernig aðstaðan er. Sumar konur eru í hættu marga mánuði eftir að þær koma í húsið, svo eru aðrar sem þurfa bara rétt að láta málin bjargast aðeins. Það er engin ein regla. Það gerist alltaf öðru hvoru að við hættum að vera neyðarúrræði vegna ofbeldis og verðum einhvers konar úrræði vegna heimilisleysis.“ Sigþrúður segir að það séu í raun engin tímamörk á dvölinni en ákveðin pressa sé samt sem áður sett á þær konur sem hafa dvalið þar lengi, um að koma sér í annað húsnæði, sem oft er ekki mjög freistandi. „Herbergi sem eru mjög dýr og ekki fyrirsjáanlegt hvernig þær ná endum saman. Eða þá í mjög lítið húsnæði eða eitt herbergi með fleirum sem er þá vonandi tímabundið.“ Þó að aðsókn hafi verið mikil og margar konur dvalið lengi í athvarfinu segir Sigþrúður þó að aldrei hafi færri konur farið aftur til ofbeldismannsins eftir að hafa dvalið hjá þeim í fyrra og að niðurstaðan verði væntanlega sú sama eftir þetta ár. „Það hefur ef til vill með það að gera að konur dvelja lengur.“ Kvennaathvarfið hefur verið starfandi í 35 ár í desember. Þar geta konur dvalið ef aðstæður í heimahúsum eru óbærilegar vegna ofbeldis. Þar er einnig boðið upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola ofbeldis. Bjarkarhlíð er nýtt úrræði fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis. „Við erum komnar með vel yfir 250 mál, ég hugsa að það sé ekkert mjög langt í að við förum upp í 300 mál. Það er hátt í 60 prósent málanna sem eru vegna heimilisofbeldis. Langstærsti hópurinn er konur en mér finnst alltaf vera að fjölga karlmönnunum sem eru að koma hingað út af heimilisofbeldi líka,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur í Bjarkarhlíð. Þar er boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Öll þjónusta er undir sama þaki með það að marki að auðvelda þolendum að leita aðstoðar. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er í boði ásamt tengingu við aðra þjónustu sem er til staðar, þar með talin velferðarþjónusta sveitarfélaganna og heilsugæsla. Þjónustan þar er öllum opin og þangað leita bæði karlar og konur. „Það verða svo miklar hugsanaskekkjur og þú ferð að normalísera hluti sem eru ekki eðlilegir. Okkar hlutverk er svolítið að sjá hlutina eins og þeir eru og veita stuðning. Þetta er öðruvísi nálgun en í Kvennaathvarfinu hvað það varðar. Fólk kemur til okkar í fyrsta viðtal, við greinum söguna og svo sendum við fólk áfram í viðeigandi úrræði,“ segir Hafdís Inga. „Mín tilfinning er að stór hluti af þeim einstaklingum kemur þegar þeir eru komnir út úr sambandinu, en sumir eru að koma á meðan þeir eru í samböndunum og þá reynum við að styðja fólk í því hvað það vill gera. Hvort það vill reyna að vinna úr eða hvort það vill fara út og það eru mjög margir sem taka það skref að fara úr samböndunum.“ Einn af samstarfsaðilum Bjarkarhlíðar er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og er Berglind Eyjólfsdóttir lögreglukona með fasta viðveru þar alla daga. „Við tókum saman tölur fyrir fyrsta hálfa árið og þar voru í heildina 193 mál sem komu inn á okkar borð og af þeim voru 106 einstaklingar sem ræddu við lögregluna. Þannig að það er mjög stór prósenta mála sem fer líka til Berglindar,“ segir Hafdís Inga. Bjarkarhlíð er tilraunaverkefni til þriggja ára á vegum Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Drekaslóðar, Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvennaráðgjafarinnar, velferðarráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. lovisaa@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
SAMFÉLAG „Það er búin að vera alveg gríðarlega mikil aðsókn í Kvennaathvarfið allt þetta ár. Það hafa verið hérna það sem af er ári rúmlega 140 konur og sennilega hátt í 100 börn. Sem er talsvert meira en öll árin á undan,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Aðspurð segir Sigþrúður meðaldvöl í ár vera býsna langa. Meðaldvöl árið 2016 var 28 dagar og hafði þá lengst um níu daga frá árinu á undan. Dæmi eru um að konur dvelji í athvarfinu mánuðum saman. Þar geta aðstæður á leigumarkaði skipt máli og aðgengi að viðráðanlegu húsnæði. „Þetta er auðvitað neyðarúrræði, neyðarathvarf, en það er metið hverju sinni hvernig aðstaðan er. Sumar konur eru í hættu marga mánuði eftir að þær koma í húsið, svo eru aðrar sem þurfa bara rétt að láta málin bjargast aðeins. Það er engin ein regla. Það gerist alltaf öðru hvoru að við hættum að vera neyðarúrræði vegna ofbeldis og verðum einhvers konar úrræði vegna heimilisleysis.“ Sigþrúður segir að það séu í raun engin tímamörk á dvölinni en ákveðin pressa sé samt sem áður sett á þær konur sem hafa dvalið þar lengi, um að koma sér í annað húsnæði, sem oft er ekki mjög freistandi. „Herbergi sem eru mjög dýr og ekki fyrirsjáanlegt hvernig þær ná endum saman. Eða þá í mjög lítið húsnæði eða eitt herbergi með fleirum sem er þá vonandi tímabundið.“ Þó að aðsókn hafi verið mikil og margar konur dvalið lengi í athvarfinu segir Sigþrúður þó að aldrei hafi færri konur farið aftur til ofbeldismannsins eftir að hafa dvalið hjá þeim í fyrra og að niðurstaðan verði væntanlega sú sama eftir þetta ár. „Það hefur ef til vill með það að gera að konur dvelja lengur.“ Kvennaathvarfið hefur verið starfandi í 35 ár í desember. Þar geta konur dvalið ef aðstæður í heimahúsum eru óbærilegar vegna ofbeldis. Þar er einnig boðið upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola ofbeldis. Bjarkarhlíð er nýtt úrræði fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis. „Við erum komnar með vel yfir 250 mál, ég hugsa að það sé ekkert mjög langt í að við förum upp í 300 mál. Það er hátt í 60 prósent málanna sem eru vegna heimilisofbeldis. Langstærsti hópurinn er konur en mér finnst alltaf vera að fjölga karlmönnunum sem eru að koma hingað út af heimilisofbeldi líka,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur í Bjarkarhlíð. Þar er boðið upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Öll þjónusta er undir sama þaki með það að marki að auðvelda þolendum að leita aðstoðar. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er í boði ásamt tengingu við aðra þjónustu sem er til staðar, þar með talin velferðarþjónusta sveitarfélaganna og heilsugæsla. Þjónustan þar er öllum opin og þangað leita bæði karlar og konur. „Það verða svo miklar hugsanaskekkjur og þú ferð að normalísera hluti sem eru ekki eðlilegir. Okkar hlutverk er svolítið að sjá hlutina eins og þeir eru og veita stuðning. Þetta er öðruvísi nálgun en í Kvennaathvarfinu hvað það varðar. Fólk kemur til okkar í fyrsta viðtal, við greinum söguna og svo sendum við fólk áfram í viðeigandi úrræði,“ segir Hafdís Inga. „Mín tilfinning er að stór hluti af þeim einstaklingum kemur þegar þeir eru komnir út úr sambandinu, en sumir eru að koma á meðan þeir eru í samböndunum og þá reynum við að styðja fólk í því hvað það vill gera. Hvort það vill reyna að vinna úr eða hvort það vill fara út og það eru mjög margir sem taka það skref að fara úr samböndunum.“ Einn af samstarfsaðilum Bjarkarhlíðar er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og er Berglind Eyjólfsdóttir lögreglukona með fasta viðveru þar alla daga. „Við tókum saman tölur fyrir fyrsta hálfa árið og þar voru í heildina 193 mál sem komu inn á okkar borð og af þeim voru 106 einstaklingar sem ræddu við lögregluna. Þannig að það er mjög stór prósenta mála sem fer líka til Berglindar,“ segir Hafdís Inga. Bjarkarhlíð er tilraunaverkefni til þriggja ára á vegum Reykjavíkurborgar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Drekaslóðar, Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvennaráðgjafarinnar, velferðarráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. lovisaa@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira