Segir Andrés Inga og Rósu Björk vel geta starfað áfram þrátt fyrir andstöðu gegn samstarfinu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 20:09 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson á Grand hótel. Vísir/Stefán Karlsson Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“ Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, greindu frá því fyrr í kvöld að þau muni greiða atkvæði gegn þeirri tillögu að Vinstri hreyfingin grænt framboð fari í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann segir í samtali við Vísi að þetta þýði ekki endilega að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni missa tvo þingmenn, fari svo að að ríkisstjórn þessara þriggja flokka verði mynduð. Rósa Björk og Andrés Ingi geti starfað sem hluti af stjórnarliðinu þó svo að þau styðji ekki málefnasamninginn í atkvæðagreiðslu og fordæmi séu fyrir því. „Þau geta vel sem fulltrúar í flokksráði greitt atkvæði gegn því að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf en eigi að síður sætt sig við niðurstöðuna og unnið samkvæmt henni. Það er ekki óalgengt í lýðræðislegu starfi að verða undir í atkvæðagreiðslu en sætta sig við niðurstöðuna og vinna samkvæmt henni,“ segir Eiríkur.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórFari svo að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði mynduð mun sú stjórn hafa 35 manna meirihluta samkvæmt fjölda kjörna fulltrúa í flokkunum þremur. Rósa Björk var spurð að því í kvöldfréttum Sjónvarpsins hvað þessi afstaða hennar og Andrésar Inga segi um stöðu þeirra í þingflokknum. Hún svaraði því til að málin yrðu rædd frekar á þingflokksfundi Vinstri grænna á morgun. Spurður hvað gæti breyst á þessum þingflokksfundi sagði Andrés Ingi við RÚV að það þyrfti að koma í ljós. „Þetta er svolítið stórt og flókið ferli og við erum að taka eitt skref í einu í einhverri stöðu sem ég held að ekkert okkar hafi verið í áður.“ Andrés Ingi sagðist halda að það yrði ákveðin áskorun þegar kemur að samskiptum þegar hann var spurður hvort þau gætu starfað áfram í flokknum. „En eitthvað sem ég myndi allavega treysta mér í.“ Rósa Björk sagði að það yrði að koma í ljós í samtölum þeirra við formann og þingflokksformann Vinstri grænna. „Og svo náttúrlega hvað við ákveðum líka að gera sjálf.“
Tengdar fréttir Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 29. nóvember 2017 19:15