Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir ríkisstjórnarsamstarf

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti einróma stjórnarsáttmála Vinstri græna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á fundi sínum í dag.

Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að fundi flokksráðs hefði lokið fyrir skömmu. Þar var tillagan um þátttöku Sjálfstæðisflokksins um myndun ríkisstjórnar ásamt Vinstri grænum og Framsóknarflokknum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundurinn hófst klukkan 16:30 og lauk nú fyrir skömmu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×