Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Vísir/anton/anton Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00