Afhjúpa kynferðislega áreitni vísindamanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ. Vísir/anton/anton Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Konur í vísindum bætast í hóp kvenna í stjórnmálum, listum og á fleiri sviðum sem deila sögum af áreitni og ofbeldi vegna kynferðis. Stofnaður hefur verið lokaður hópur fyrir konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, til dæmis í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Undir þetta tekur Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ segir Katrín. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart að kynferðisleg áreitni þrífist innan vísindasamfélagsins. „Það sem er sláandi er hversu umfangið er mikið. Það þarf að bylta viðhorfinu,“ segir Katrín og viðurkennir aðspurð að stundum þyrmi yfir hana. „Stundum er þetta ansi nálægt manni. Það sem truflar mig núna er að ég verð vör við skilningsleysi. Margir vilja gera lítið úr þessu. Til dæmis því að konur kjósa að nefna ekki gerendur. Það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvað þetta er mikið samfélagsmein og hvað þetta er algengt. Nú er nauðsynlegt að karlar rísi upp til aðgerða,“ segir Katrín. Í mörgum skólum tíðkast það að nemendur gefa kennurum sínum umsögn eftir hverja önn. Konur innan hópsins hafa greint frá kynferðislegri áreitni í þessum umsögnum nemenda. „Þarna berast margar óviðeigandi athugasemdir, oft með kynferðislegum undirtónum. Athugasemdir um klæðnað og hvernig konur bera sig og fleira,“ segir Silja Bára. „Ég geri ráð fyrir að það séu frekar karlar sem skrifa þetta og taka sér vald í skjóli nafnleysis. Þetta hefur áhrif á þær í kennslu,“ segir Silja Bára. Að sögn Silju Báru munu konur í vísindum á næstu dögum senda frá sér nafnlaust skjal þar sem frásögnum af reynslu kvenna verður deilt opinberlega.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 „Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
„Hún greip um rassinn á mér og sagði þú ert mín eftir leikinn“ Sænsk knattspyrnukona hefur stigið fram og sagt frá af kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir frá öðrum knattspyrnukonum, bæði samherja og mótherja. 27. nóvember 2017 10:00