Erlent

Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna.
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreumanna. Vísir/AFP
Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá.

Eldflauginni var skotið á loft frá Pyongan-héraði og var henni skotið í austurátt. Ekki er vitað hvaða tegund af eldlflaug var skotið upp.

Í ágúst og september skaut norður-kóreski herinn upp tveimur eldflaugum með skömmu millibili. Var eldflaugunum skotið yfir Japan, aðeins vikum eftir að herinn sprengdi vetnissprengju, að því er talið er.

Vonir stóðu til að þetta hlé sem varð á eldflaugatilrunum Norður-Kóreu gæti orðið til þess að viðræður alþjóðasamfélagsins við yfirvöld þar í landi gætu skilað árangri. Þær vonir eru nú að litlu orðnar.


Tengdar fréttir

Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa

Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×