Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal hefur valið þá leið að nefna skip sín í höfuðið á alþýðufólki, sem sett hefur svip sinn á vestfirsk samfélög. Fjallað var um Bíldudal í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld.
Það fer ekki framhjá þeim sem heimsækja Bíldudal að þar er orðin umbylting í atvinnumálum. Eftir mikla fólksfækkun er þetta eina þéttbýli Arnarfjarðar nú orðið eitt mesta uppgangspláss landsbyggðarinnar.
Mesta breytingin sést kannski við höfnina. Þar sem áður var heldur dauflegt um að litast eru fiskeldisbátar nú orðnir fyrirferðarmestir. Í kringum laxeldið er fyrirtækið Arnarlax komið með um tug skipa og báta. Framkvæmdastjórinn, Víkingur Gunnarsson, segir höfnina hreinlega orðna of litla.
En það sem vekur athygli okkar eru nöfnin á þessum nýju fleytum, eins og Garðar Jörundsson, Gunnar Þórðarson, Bogga ljósa, Kiddi Friðþjófs og Nonni Hebba.
Þetta eru hvorki landnámsmenn né útgerðarkóngar heldur venjulegt alþýðufólk. Nafngjafarnir eru ýmist lífs eða liðnir.
Víkingur skýrir hversvegna Arnarlax valdi þessa leið, og hvaða fólk er á bak við nöfnin, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Innlent
Bátarnir á Bíldudal fá nöfn eftir alþýðufólki
Tengdar fréttir
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða
Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði.
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal
Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax.
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal
Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal.