Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadótir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar