Innlent

MDMA-sölumaðurinn í felum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stúlkurnar fundust á tröppum húss við Grettisgötu í Reykjavík á fimmtudaginn.
Stúlkurnar fundust á tröppum húss við Grettisgötu í Reykjavík á fimmtudaginn. vísir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári ungs manns sem grunaður er um að hafa selt tveimur fimmtán ára stúlkum fíkniefnið MDMA í síðustu viku. Stúlkurnar fundust meðvitundarlausar á tröppum við hús á Grettisgötu á fimmtudag. Þær eru á batavegi en annarri var .

Lögregla gerði húsleit í húsi við Grettisgötu á laugardag og hefur endurtekið komu sína í húsið í þeirri von að hafa uppi á ungum manni sem talinn er búa þar. Kom lögregla við í húsinu síðast í morgun.

Lögregla óttast að hann hafi selt fleirum MDMA en auk þess að vera ólöglegt fíkniefni mun efnið sem maðurinn hefur til sölu vera eitrað.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Skjáskot
Stúlkurnar tvær voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. 

Stúlk­urn­ar komust báðar til meðvit­und­ar en önn­ur þurfti að fara í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu og komst til meðvit­und­ar dag­inn eft­ir að hún fannst.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, hvetur manninn til að gefa sig fram. Hann sé greinilega í felum. Þá útilokar lögreglan ekki að annar maður hafi komið við sögu við sölu efnanna og er hans leitað sömuleiðis.

„Þeir eru hugsanlega tveir í þessu,“ segir Guðmundur. Ekki liggur fyrir nákvæmt magn efna sem fannst við húsleit í íbúðinni á laugardaginn. Það var sent í greiningu í morgun. Magnið mun þó ekki vera verulegt en þó eitthvað af fíkniefnum og lyfjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×