Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 07:38 Donald Trump var maður síðasta árs að mat Time. VÍSIR/AFP Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira