Lögreglu bárust svokölluð „árásarboð“ frá sólarhringsverslun í miðbænum, skömmu fyrir miðnætti. Er lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að öryggisverðir höfðu lent í átökum við mann sem reyndi þjófnað úr versluninni. Maðurinn var farinn er lögreglu bar að og fannst ekki þrátt fyrir leit. Að sögn lögreglu verður rannsókn haldið áfram og notast m.a. við upptökur úr öryggismyndavélum.
Skömmu eftir miðnætti var tvítugur ökumaður stöðvaður í Vesturbæ Reykjavíkur sem reyndist bæði hafa neytt áfengis og kannabisefna fyrir aksturinn. Var hann því færður til lögreglustöðvar þar sem sýni voru tekin og ökumaðurinn látinn laus að því loknu.
Ökumaður um fertugt var að sama skapi stöðvaður um klukkan 02:00 í Mjóddinni sem reyndist einnig undir áhrifum fíkniefna. Í bifreið hans fundust einnig ætluð fíkniefni. Maðurinn var færður til lögreglustöðvar til afgreiðslu málsins en hann var svo frjáls ferða sinna.
Stal og slóst við öryggisverði
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent







Stúlkan er fundin
Innlent