Ætlar ekki að segja af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 23:34 Al Franken, þingmaður Demókrata. Vísir/Getty Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum. Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Al Franken ætlar ekki að segja af sér en sagðist þó skammast sín fyrir hegðun sína en hann hefur verið sakaður um að káfa á konum og snerta þær á óviðeigandi hátt. Franken er Demókrati og hefur verið þingmaður Minnesota-fylkis frá árinu 2009. Hann veitti blaðamönnum viðtal fyrr í dag, það fyrsta frá því ásakanirnar litu dagsins ljós, þar sem hann sagðist hlakka til að snúa aftur til vinnu á mánudag. „Ég skammast mín. Ég hef brugðist mörgum og vonast til að geta bætt það upp og unnið mér traust þeirra aftur,“ sagði Franken við Minneapolis Star Tribune. Franken var ósáttur við að vera borinn saman við Repúblikann Roy Moore sem hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð táningsstúlkna fyrir nokkrum áratugum síðan. „Ég mun axla ábyrgð. Ég mun þurfa að svara fyrir siðanefnd,“ sagði Franken en hegðun annars er til rannsóknar hjá siðanefnd bandaríska þingsins. „Vonandi verður mín rödd í þessu máli að gagni. Ég virði konur. Það sem pirrar mig er að þetta gefur fólki ástæðu til að trúa því að ég virði ekki konur.“ Hann sagðist ekki hafa íhugað afsögn og sagðist ætla að vera afar samvinnuþýður þegar kemur að störfum siðanefndarinnar. Útvarpskonan Leann Tweeden var sú fyrsta til að saka Franken um kynferðislega áreitni. Hún sagði FRanken hafa kysst hana gegn hennar vilja árið 2006 og þá náðist ljósmynd af því þegar hann var með hönd sína yfir bringu hennar á meðan hún svaf. Önnur kona, Lindsay Menz, sagði við fréttastofu CNN að Franken hefði snert á henni rassinn þegar þau voru mynduð saman árið 2010. Franken hefur beðið Tweeden afsökunar en segist ekki muna eftir atvikinu með Menz. Huffington Post birti ásakanir tveggja kvenna á hendur Franken sem sögðu hann hafa snert afturenda þeirra í tveimur aðskildum atvikum.
Tengdar fréttir Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Al Franken er nú sakaður um að hafa gripið í rass konu þegar hann var orðinn þingmaður. Hann hafði áður beðið konu afsökunar á atviki sem átti sér stað áður en stjórnmálaferill hans hófst. 20. nóvember 2017 19:07
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15
Konur Saturday Night Live styðja Franken Alls 36 konur sem störfuðu með þingmanninum segja hann hafa komið fram við þær af mikilli virðingu. 21. nóvember 2017 14:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent