Katrín svarar fyrir hvers vegna hún skrifaði ekki undir áskorun stjórnmálakvenna Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 22:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017 MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því í kvöld hvers vegna hún var ekki á meðal þeirra stjórnmálakvenna sem rituðu nafn sitt við áskorun um að tekið verði á kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. Síðastliðin þriðjudag sendu rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálum hér á landi. Stofnaður var hópur á Facebook þar sem konur, sem tekið hafa þátt í stjórnmálum hér á landi, sögðu frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega þeirra í pólitíkinni. Hópurinn fékk nafnið „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Áskorunin vakti mikla athygli en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter fyrr í dag að henni þætti sorglegt að verðandi forsætisráðherra, og vísaði þar til Katrínar Jakobsdóttur, væri ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki höfðu skrifað undir hana. Mér finnst sorglegt að verðandi forsætisráðherra skuli vera ein örfárra stjórnmálakvenna sem ekki hafa skrifað undir #metoo áskorunina. Og undarlegt að það hafi ekki verið gert að umtalsefni.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 26, 2017 Katrín greinir frá því á Twitter fyrr í kvöld að hún hefði verið spurð hvers vegna hún skrifað ekki undir þessa áskorun. Hún segist ekki hafa vitað að það ætti að skrifa undir og bætir við að hún hefði ekki verið mikið á Facebook að undanförnu þar sem umræðan um áskorunina fór fram. „En hefði annars að sjálfsögðu gert það,“ segir Katrín. Var spurð hvers vegna ég skrifaði ekki undir #metoo stjórnmálakvenna. Ég vissi ekki að það ætti að skrifa undir (hef ekki verið mikið á fb að undanförnu) en hefði annars að sjálfsögðu gert það.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 26, 2017
MeToo Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00 Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Dæmi um nauðgun á vettvangi stjórnmálanna Fjöldi kvenna greinir frá fjölþættri kynferðislegri áreitni og ofbeldi. 24. nóvember 2017 09:00
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24