Fulltrúar flokkanna þriggja í meirihlutaviðræðum skáluðu í Ráðherrabústaðnum Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 19:54 Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja opnuðu freyðivínsflösku í tilefni þess að þeirra hlutverki í stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Vísir Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins. Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins.
Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12