Celtics óstöðvandi á meðan ekkert gengur hjá Oklahoma City Thunder | Myndbönd Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. nóvember 2017 09:23 Gaman hjá Celtics þessa dagana vísir/getty Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Fátt virðist geta stöðvað Boston Celtics þessa dagana en liðið vann enn einn leikinn í nótt þegar þeir fóru til Indiana og lögðu Pacers. Alls fóru 10 leikir fram vestanhafs í NBA boltanum í nótt. Pacers byrjaði leikinn betur en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sjötta sigri Celtics í röð. Lokatölur 98-108 og hélt Kyrie Irving uppteknum hætti í stigaskorun með því að setja 25 stig á töfluna. Hvorki gengur né rekur hjá Oklahoma City Thunder þó liðið skarti þríeykinu Russell Westbrook, Paul George og Carmelo Anthony. Í nótt beið liðið lægri hlut fyrir Dallas Mavericks, 97-81. Gamla brýnið Dirk Nowitzki sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum þrátt fyrir 39 ára aldur en hann setti niður 19 stig sem er það mesta hjá honum á tímabilinu til þessa en þetta var aðeins fimmti sigur Dallas í vetur. Tröllatvenna Anthony Davis dugði skammt þegar New Orleans Pelicans heimsótti meistarana í Golden State Warriors. Davis skoraði 30 stig og tók 15 fráköst í fimmtán stiga tapi, 110-95. Kevin Durant er frá vegna meiðsla þessa dagana og voru þeir Stephen Curry og Klay Thompson atkvæðamestir í liði Warriors með 27 og 24 stig. James Harden átti frábæran leik í liði Houston Rockets sem lagði New York Knicks að velli, 117-102. Harden setti niður 37 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Beasley var atkvæðamestur í liði Knicks með 30 stig. Stór skörð voru höggvin í lið Knicks þar sem hvorki Enes Kanter né Kristaps Porzingis voru með. Úrslit næturinnarPhiladelphia 76ers 130-111 Orlando Magic Charlotte Bobcats 86-106 San Antonio Spurs Washington Wizards 105-108 Portland Trailblazers Atlanta Hawks 78-112 Toronto Raptors Indiana Pacers 98-108 Boston Celtics Houston Rockets 117-102 New York Knicks Golden State Warriors 110-95 New Orleans Pelicans Dallas Mavericks 97-81 Oklahoma City Thunder Utah Jazz 121-108 Milwaukee Bucks Sacramento Kings 95-97 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira