Jafnt í toppslagnum á Mestalla | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2017 21:45 Valencia og Barcelona skildu jöfn, 1-1, í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona situr á toppi deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum á undan Valencia sem er í 2. sætinu. Lionel Messi skoraði eftir hálftíma en markið var ekki dæmt gilt þótt boltinn væri greinilega kominn inn fyrir línuna.Rodrigo kom Valencia yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf José Gayà. Barcelona bætti í sóknina eftir þetta og þegar átta mínútur voru til leiksloka jafnaði Jordi Alba metin eftir frábæra sendingu frá Messi. Lokatölur 1-1 í hörkuleik. Spænski boltinn
Valencia og Barcelona skildu jöfn, 1-1, í toppslag í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona situr á toppi deildarinnar með 35 stig, fjórum stigum á undan Valencia sem er í 2. sætinu. Lionel Messi skoraði eftir hálftíma en markið var ekki dæmt gilt þótt boltinn væri greinilega kominn inn fyrir línuna.Rodrigo kom Valencia yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf José Gayà. Barcelona bætti í sóknina eftir þetta og þegar átta mínútur voru til leiksloka jafnaði Jordi Alba metin eftir frábæra sendingu frá Messi. Lokatölur 1-1 í hörkuleik.