Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 17:09 Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að einn þeirra þriggja flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum sitji eftir með óbragð í munni ef af stjórninni verður. Gunnar Bragi segist að það sé ljóst að annað hvort Vinstri græn eða Sjálfstæðisflokkur verði að gefa mikið eftir af sínum grundvallarmálefnum til þess að mynda ríkisstjórnina. „Þannig að það er alveg ljóst að einhvers staðar þurfa menn að gefa rosalega mikið eftir. Einhver flokkur mun verða með mjög mikið óbragð í munninum þegar þessu verður lokið yfir því hvað hann þurfti að gefa eftir til þess að komast í þessa ríkisstjórn,“ segir Gunnar Bragi sem var, ásamt Lilju Alfreðsdóttur, þingmanni Framsóknar, gestur í þjóðmálaþættinum Víglínunni í dag. Máli sínu til stuðnings tekur Gunnar Bragi dæmi um heilbrigðismálin en hann segir Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn vera á öndverðum meiði þegar komi að rekstri þess. „Það er svolítið merkilegt, ef það er þannig, að flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri geta komið sér saman um stefnu, til dæmis í heilbrigðismálum, þar sem annar flokkurinn hefur verið mjög mikið í því að einkavæða og láta einkageirann sjá um heilbrigðisþjónustuna og hinn vill bara ekki neitt slíkt.“Katrín gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir forgangsröðun í heilbrigðskerfinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórn fyrir kosningar harðlega fyrir forgangsröðun í ríkisfjármálum og í útvarpsviðtali á Sprengisandi þann 22. október gerði Katrín rekstur heilbrigðiskerfisins að umfjöllunarefni sínu: „Við skulum tala um forgangsröðun í heilbrigðismálum. Skoðum bara skýrslu Ríkisendurskoðunar um það hvernig framlög til heilbrigðismála eru að þróast þegar borin eru saman til að mynda heilsugæslan og sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar. Aukning um 57% hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og 3% hjá heilsugæslunni,“ segir Katrín sem tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar kemur fram að á tímabilinu 2007-2016 hafi fjárframlög aukist til Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins um 3% að raunvirði á sama tíma og íbúum fjölgaði um 11% en útgjöld vegna sérgreinalækninga jukust um 57% að raunvirði.Ríkisstjórn um lítinn samnefnaraÍ ljósi þessa telur Gunnar Bragi að í fæðingu sé ekki ríkisstjórn um málefni heldur ríkisstjórn „um mjög lítinn samnefnara“. Hann telur að flokkarnir nái saman um ákveðin málefni eins og samgöngumál.Ekkert mál fyrir Framsókn að haga seglum eftir vindi„Til þess að komast þangað þá þurfa þessir flokkar lengst til vinstri og lengst til hægri að gefa mjög mikið eftir af sínum prinsipp málum. Það er ekkert mál fyrir Framsóknarflokkinn í rauninni að vera þarna á milli og svona haga seglum eftir vindi. Við þekkjum það nú alveg,“ segir Gunnar Bragi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins voru gestir í þættinum.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira