„Þetta verður mjög knappt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 13:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að flokkarnir þrír nái að mynda ríkisstjórn. vísir/eyþór „Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00