Innlent

Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. Fjöldi verslana um allt land tók þátt í deginum og bauð afslátt í tilefni dagsins.

Black Friday eða Svartur föstudagur er einn stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og bjóða tilboð í tilefni dagsins.

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir að dagurinn hafi verið að þróas smám saman  hér á landi undanfarin ár en hafi aldrei verið stærri en nú.

„Það er töluvert síðan þetta byrjaði en þetta byrjaði smátt. Í fyrra sáum við algjöra sprengju en núna enn meira. Þannig að það er algjörlega frábært. Það eru fullar verslanir og það er það sem við viljum,“ segir Margrét.

Hún segir að fyrirtæki séu nú virkilega farin að nýta sér daginn í viðskiptalegum tilgangi. Þá hafi dagurinn góð áhrif á jólaverslunina. „Þetta dreifist betur og ekki bara það en við sjáum mikla aukningu. Miðað við okkar tölur þá virðist vera að verslunin sé að færast heim.“

Þá voru starfsmenn verslana sem fréttastofa ræddi við sammála um að dagurinn væri að skila góðum árangri fyrir íslenska verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×