Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 19:58 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi framkvæmdasjtóri og stjórnarformaður Pressunnar, er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá nýrri stjórn félagsins. Vísir/Ernir Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12