Björt býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 18:20 Björt Ólafsdóttir býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11. Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11.
Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30