Everson Griffen varð faðir í þriðja sinn nokkrum klukkutímum fyrir leikinn en var engu að síður mættur í vinnuna þar sem hann spilaði Minnesota Vikings á útivelli á móti Detroit Lions. Hann fylgdist með fæðingunni á Face Time í upphitun fyrir leikinn.
Þegar Everson Griffen náði leikstjórnendafellu í fyrri hálfleiknum þá fagnaði hann með því að sýna sjónvarpáhorfendum bol með áletrun eins og sést hér fyrir neðan.
Vikings DE Everson Griffen announced the birth of his son this AM via @PROcast, then asked for help with names today after a sack. pic.twitter.com/SkyItXYJPS
— FOX Sports (@FOXSports) November 23, 2017
„Ég bar að eignast strák. Hvað nafn eigum við að gefa honum?,“ stóð á bolnum.
NFL sektar leikmenn um 6.076 fyrir að skrifa skilaboð sem þessi á keppnisklæðnað sinn og Everson Griffen þarf því væntanlega að borga 630 þúsund króna sekt.
Everson Griffen og eiginkona hans Tiffany voru þarna að eignast þriðja strákinn sinn en fyrir eiga þau Greyson og Ellis.
Everson Griffen var sáttur með að verða orðinn faðir í þriðja sinn og vildi ólmur láta alla vita. Það sést í þessu myndbandi fyrir neðan sem var tekið fyrir leikinn.
Thanksgiving and a new BABY! @EversonGriffen and the @Vikings are ready to get this "W" #SKOLpic.twitter.com/AeOVBoVK8I
— FOX Sports: PROcast (@PROcast) November 23, 2017