Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“ Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“
Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15