Erlent

Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórnendur Facebook hafa legið undir ámæli fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega viðvaranir um rússneskan áróður á samfélagsmiðlinum.
Stjórnendur Facebook hafa legið undir ámæli fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega viðvaranir um rússneskan áróður á samfélagsmiðlinum. Vísir/AFP
Stjórnendur Facebook segja að þeir ætli að setja upp síðu þar sem notendur geta kannað hvort að þeir hafi líkað við eða fylgt síðum sem útsendarar Rússa stofnuðu til þess að valda sundrungu í bandarísku samfélagi í kringum forsetakosningarnar í fyrra.

Síðan verður hluti af hjálparsíðu Facebook og á að vera komin upp fyrir árslok, að því er segir í frétt Business Insider. Í bloggfærslu skrifa stjórnendur Facebook að þetta sé liður í að verja samfélagsmiðilinn og notendur hans fyrir óprúttnum aðilum sem reyni að grafa undan lýðræðinu.

Greint hefur verið frá því að um það bil 150 milljónir Facebook-notenda sáu færslur sem síður á vegum rússneskra útsendara birtu. Færslunum virðist hafa verið ætlað að ala á sundrungu, meðal annars á milli kynþátta, í Bandaríkjunum.

Áður hafa stjórnendur Twitter greint frá því að þeir ætli að gera aðgengilegar upplýsingar um auglýsingar sem birtast á samfélagmiðlinum og að hverjum þær beinast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×