Innlent

Sífellt teygist á viðræðum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Forseti Íslands fylgist með viðræðum flokkanna.
Forseti Íslands fylgist með viðræðum flokkanna. Vísir/eyþór
Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. Lítið fæst uppgefið um gang viðræðna annað en að þær gangi vel. Engu að síður dragast þær sífellt á langinn. Flokkarnir hófu óformlegar viðræður 10. nóvember síðastliðinn og eftir samþykki þingflokka hófust formlegar viðræður 14. nóvember.

Þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobs­dóttur umboð til stjórnarmyndunar til vinstri, sagði hann að veiting umboðs til formlegra viðræðna fæli í sér að þær yrðu háðar tímamörkum.

Í yfirlýsingu forsetans frá 13. nóvember kom fram að hann vænti þess að fyrir lægi fyrir lok vikunnar hvort viðræður skiluðu tilætluðum árangri. Nú fer að líða að lokum annarrar viku án þess að til tíðinda dragi. Ekki liggur þó fyrir hvort komin sé pressa frá Bessastöðum í viðræðurnar. 

Forsenda þess að unnt sé að boða til funda í flokksráðum flokkanna um helgina, til að bera málefnasamning undir atkvæði, er að samningar takist í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×