Geir tapaði í Strassborg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2017 09:00 Geir H. Haarde var heitt í hamsi eftir að dómur Landsdóms lá fyrir árið 2012. Vísir/Stefán Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í óhag, í máli hans gegn íslenska ríkinu en dómstólinn birti dóm sinn nú rétt í þessu. Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta. Landsdómsmálið vakti mikla athygli á sínum tíma og eru tildrög þess og niðurstaða reifuð hér að neðan. Dómurinn hefur verið birtur á heimasíðu dómstólsins og má lesa hér. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012.VÍSIR/VILHELM Dómurinn á sér langan aðdraganda Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 var sú að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Geirs hefðu sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni á árunum fyrir hrun. Geir sjálfur, Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra.Alþingi skipaði nefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Átti hún að móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar en í nefndinni sátu fulltrúar allra flokka. Þegar kom að ábyrgð ráðherra klofnaði nefndin í þrennt. Meirihluti nefndarinnar lagði til að áðurnefndir ráðherrar, auk Ingibjörgu Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir brot á ráðherraábyrgðarlögum. Minnihluti nefndarinnar lagði til að þrír ráðherrar yrðu ákærðir.Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Landsdómi.Vísir/GVAGeir einn ákærður Tillögur um að ákæra ráðherra voru ræddar á þingfundi í september 2010. Á lokadegi umræðunnar samþykkti Alþingi að ákæra Geir einan fyrir brot gegn ráðherraábyrgðarlögum. Tillögur um að ákæra hina ráðherrana þrjá voru allar felldar. Þann 11. maí 2011 gaf saksóknari út ákæru á hendur Geir „fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi i embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram i októberbyrjun sama ár.“ Ákæran, sem sjá má hér, var í sex liðum. Þar var hann meðal annars sakaður um að hafa „sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um.“ Landsdómur kom saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni þann 8. mars 2011. Í október sama ár var tveimur ákæruliðum vísað frá dómi en eftir stóðu fjórir ákæruliðir sem snéru að meintri ábyrgð Geirs á störfum samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, ofvexti bankakerfisins og Icesave-reikningum Landsbankans.Geir H. Haarde og Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms horfast í augu í Þjóðmenningarhúsinu.Vísir/GVATwitter óspart notað til að miðla gangi máli Aðalmeðferð málsins fyrir Landsdómi hófst 5. mars 2012 í Þjóðmenningarhúsinu. Var hún afar umfangsmikil en ráðherrar, þingmenn, bankamenn og embættismenn voru kallaðir fyrir dóminn til þess að bera vitni. Fjölmiðlar voru með beinar útsendingar frá Þjóðmenningarhúsinu á meðan á réttarhöldunum stóð og fylgdist þjóðin með af miklum áhuga. Fjölmiðlum gátu reyndar ekki sýnt beint frá réttarhöldunum sjálfun en nýttu þeir sér þá samskiptamiðilinn Twitter til þess að vera með beina textalýsingu, líkt og sjá má hér. Teknar voru munnlegar skýrslur af 40 vitnum, auk þess sem að tvívegis var tekin skýrsla af Geir. Málflutningur tók um tvær vikur en honum var lokið 16. mars. Landsdómur, sem skipaður var fimmtán dómurum, kvað upp dóm sinn þann 23. apríl 2012. Var Geir sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snéri að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hins vegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Geir var ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir.Fulltrúar fjölmiðla fylgdust grannt með gangi mála í Landsdómi. Hér ræðir Geir við nokkra þeirra.Vísir/GVA„[S]á dómur er fáránlegur, og reyndar aðeins meira en það, hann er sprenghlægilegur“ Geir var heitt í hamsi er hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir að dómur var upp kveðinn. „Ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur, og reyndar aðeins meira en það, hann er sprenghlægilegur,“ sagði Geir og bætti við að ef hann hefði verið sekur um að brjóta stjórnarskránna hvað þetta varðar væru allir forsætisráðherra landsins frá því að Ísland fékk fullveldi verið sekir um hið sama. „Það er stórfurðulegt að pólítikin í landinu skuli hafa laumað sér með þessum hætti inn í þennan virðulega dómstól,“ sagði Geir. Það sama sagði Geir í ítarlegu viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Ísland í dag, síðar um daginn. Hiti var í Geir í viðtalinu og sagði hann þar að pólitískir andstæðingar hans hefðu lagt upp með Landsdómsmálið til að finna blóraböggul fyrir hrunið. „Miðað við það sem var lagt upp með að hér yrði einhvers konar uppgjör og að Geir bæri ábyrgð á svo miklu í þessu máli, því er öllu sópað út af borðinu þannig að það er áfellisdómurinn finnst mér þó að það sé vissulega rétt og megi halda því til haga að hann var fundinn sekur um að hafa ekki tekið mál fyrir á ríkisstjórnarfundum eins og honum ber að gera um mikilvæg stjórnarmálefni,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og núverandi forseti Íslands um dóminn er Stöð 2 leitaði álits hjá honum, líkt og sjá má í spilaranum hér að neðan.Í október sama ár tilkynnti Geir að hann hefði ákveðið að kæra málsmeðferð málsins til Mannréttindómstóls Evrópu. Taldi hann að íslenska ríkið hefði í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Kvörtun Geirs til dómstólsins sneri meðal annars að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Mannréttindadómstóllinn tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. Í síðustu viku var svo tilkynnt að dómur í máli Geirs, sem starfar nú sem sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, yrði kveðinn upp í dag, fimmtudaginn 23. nóvember, og liggur dómurinn nú fyrir.Hér að neðan má sjá myndir frá aðalmeðferð í málinu gegn Geir árið 2012.Vísir/ValliVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/StefánVísir/Vilhelm Landsdómur Tengdar fréttir Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í óhag, í máli hans gegn íslenska ríkinu en dómstólinn birti dóm sinn nú rétt í þessu. Geir höfðaði málið á þeim grundvelli hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í Landsdómsmálinu. Hann byggði meðal annars á því að ákvörðun Alþingis um ákæru á hendur honum hafi verið tekin á pólitískum forsendum en ekki með hlutlausu mati. Þá hafi alvarlegir gallar verið á undirbúningi málsmeðferðarinnar og Landsdómur hafi hvorki verið óvilhallur né sjálfstæður. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Þá komst dómurinn einnig að því að ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda líkt og Geir hélt fram. Einn dómari af sex skilaði þó séráliti í þeim lið og var ósammála meirihluta. Landsdómsmálið vakti mikla athygli á sínum tíma og eru tildrög þess og niðurstaða reifuð hér að neðan. Dómurinn hefur verið birtur á heimasíðu dómstólsins og má lesa hér. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómi í mars 2012.VÍSIR/VILHELM Dómurinn á sér langan aðdraganda Ein af niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 var sú að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Geirs hefðu sýnt af sér vanrækslu við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni á árunum fyrir hrun. Geir sjálfur, Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra.Alþingi skipaði nefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Átti hún að móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðum hennar en í nefndinni sátu fulltrúar allra flokka. Þegar kom að ábyrgð ráðherra klofnaði nefndin í þrennt. Meirihluti nefndarinnar lagði til að áðurnefndir ráðherrar, auk Ingibjörgu Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, yrðu ákærðir fyrir brot á ráðherraábyrgðarlögum. Minnihluti nefndarinnar lagði til að þrír ráðherrar yrðu ákærðir.Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Landsdómi.Vísir/GVAGeir einn ákærður Tillögur um að ákæra ráðherra voru ræddar á þingfundi í september 2010. Á lokadegi umræðunnar samþykkti Alþingi að ákæra Geir einan fyrir brot gegn ráðherraábyrgðarlögum. Tillögur um að ákæra hina ráðherrana þrjá voru allar felldar. Þann 11. maí 2011 gaf saksóknari út ákæru á hendur Geir „fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi i embættisfærslu hans sem forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram i októberbyrjun sama ár.“ Ákæran, sem sjá má hér, var í sex liðum. Þar var hann meðal annars sakaður um að hafa „sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um.“ Landsdómur kom saman í fyrsta skipti í lýðveldissögunni þann 8. mars 2011. Í október sama ár var tveimur ákæruliðum vísað frá dómi en eftir stóðu fjórir ákæruliðir sem snéru að meintri ábyrgð Geirs á störfum samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, ofvexti bankakerfisins og Icesave-reikningum Landsbankans.Geir H. Haarde og Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms horfast í augu í Þjóðmenningarhúsinu.Vísir/GVATwitter óspart notað til að miðla gangi máli Aðalmeðferð málsins fyrir Landsdómi hófst 5. mars 2012 í Þjóðmenningarhúsinu. Var hún afar umfangsmikil en ráðherrar, þingmenn, bankamenn og embættismenn voru kallaðir fyrir dóminn til þess að bera vitni. Fjölmiðlar voru með beinar útsendingar frá Þjóðmenningarhúsinu á meðan á réttarhöldunum stóð og fylgdist þjóðin með af miklum áhuga. Fjölmiðlum gátu reyndar ekki sýnt beint frá réttarhöldunum sjálfun en nýttu þeir sér þá samskiptamiðilinn Twitter til þess að vera með beina textalýsingu, líkt og sjá má hér. Teknar voru munnlegar skýrslur af 40 vitnum, auk þess sem að tvívegis var tekin skýrsla af Geir. Málflutningur tók um tvær vikur en honum var lokið 16. mars. Landsdómur, sem skipaður var fimmtán dómurum, kvað upp dóm sinn þann 23. apríl 2012. Var Geir sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snéri að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en sex dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hins vegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Geir var ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir.Fulltrúar fjölmiðla fylgdust grannt með gangi mála í Landsdómi. Hér ræðir Geir við nokkra þeirra.Vísir/GVA„[S]á dómur er fáránlegur, og reyndar aðeins meira en það, hann er sprenghlægilegur“ Geir var heitt í hamsi er hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir að dómur var upp kveðinn. „Ég leyfi mér að segja við ykkur strax að sá dómur er fáránlegur, og reyndar aðeins meira en það, hann er sprenghlægilegur,“ sagði Geir og bætti við að ef hann hefði verið sekur um að brjóta stjórnarskránna hvað þetta varðar væru allir forsætisráðherra landsins frá því að Ísland fékk fullveldi verið sekir um hið sama. „Það er stórfurðulegt að pólítikin í landinu skuli hafa laumað sér með þessum hætti inn í þennan virðulega dómstól,“ sagði Geir. Það sama sagði Geir í ítarlegu viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Ísland í dag, síðar um daginn. Hiti var í Geir í viðtalinu og sagði hann þar að pólitískir andstæðingar hans hefðu lagt upp með Landsdómsmálið til að finna blóraböggul fyrir hrunið. „Miðað við það sem var lagt upp með að hér yrði einhvers konar uppgjör og að Geir bæri ábyrgð á svo miklu í þessu máli, því er öllu sópað út af borðinu þannig að það er áfellisdómurinn finnst mér þó að það sé vissulega rétt og megi halda því til haga að hann var fundinn sekur um að hafa ekki tekið mál fyrir á ríkisstjórnarfundum eins og honum ber að gera um mikilvæg stjórnarmálefni,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og núverandi forseti Íslands um dóminn er Stöð 2 leitaði álits hjá honum, líkt og sjá má í spilaranum hér að neðan.Í október sama ár tilkynnti Geir að hann hefði ákveðið að kæra málsmeðferð málsins til Mannréttindómstóls Evrópu. Taldi hann að íslenska ríkið hefði í málinu brotið gegn ákvæðum í Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Kvörtun Geirs til dómstólsins sneri meðal annars að því að ákvörðun Alþingis um að ákæra hann hafi verið á pólitískum grundvelli, að gallar hafi verið á undirbúningi málsins og að Landsdómur hafi ekki verið sjálfstæður og óháður. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Mannréttindadómstóllinn tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. Í síðustu viku var svo tilkynnt að dómur í máli Geirs, sem starfar nú sem sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, yrði kveðinn upp í dag, fimmtudaginn 23. nóvember, og liggur dómurinn nú fyrir.Hér að neðan má sjá myndir frá aðalmeðferð í málinu gegn Geir árið 2012.Vísir/ValliVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/GVAVísir/StefánVísir/Vilhelm
Landsdómur Tengdar fréttir Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Dómur felldur á fimmtudaginn í máli Geirs Haarde Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Geirs Haarde gegn íslenska ríkinu næsta fimmtudag. 18. nóvember 2017 07:00