„Þetta átti ekki að enda svona“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 14:53 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi þegar annað mál var til umfjöllunar. Vísir Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Fjögur þeirra sex sem voru handtekin í kjölfar árásarinnar á Æsustöðum þann 7. júní á þessu ári en látin laus könnuðust lítið við að hafa séð átök milli Arnars Jónssonar Aspar, Sveins Gests Tryggvasonar og Jóns Trausta Lútherssonar þegar skýrslur voru teknar af þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau segja öll að Arnar hafi ráðist að Sveini Gesti að fyrra bragði við heimili sitt að Æsustöðum áður en þau reyndu að koma sér í burtu. Marcin Wieslaw Nabakowski var einn þeirra sem fór til Æsustaða þetta kvöld. Hann kannast ekki við að hafa séð nein slagsmál í brekkunni við bæinn. „Ég horfði ekkert. Ég vildi ekki blanda mér í þetta,“ sagði Marcin í héraðsdómi í dag. „Ég veit þetta er svakalegt mál. Ég á sjálfur lítið barn. Þetta var vinur minn, þetta átti ekki að enda svona.“ Framburður Marcin var breyttur frá skýrslutöku hans hjá lögreglu þar sem hann hafði kannast við að Sveinn Gestur hefði legið ofan á Arnari og haldið honum niðri.Sveinn Gestur Tryggvason í dómssal í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi ekki vera vitni Bróðir hans, Rafal Marek Nabakowski, sagði svipaða sögu. Hann kannast við að hafa séð Arnar koma hlaupandi niður brekkuna við Æsustaði til móts við þau. Hann segir að Jón Trausti hafi hlaupið á móti Arnari, og þeir hafi á einhverjum tímapunkti dottið í jörðina. Það næsta sem hann hafi séð af atburðarásinni í brekkunni var þegar Sveinn Gestur reyndi að lífga Arnar við. Rúnar Örn Bergmann var einnig með í ferð umrætt kvöld og keyrði bíl Sveins Gests. Hann sat inni í bíl á meðan samskiptin fyrir utan húsið áttu sér stað og var að borða. Hann segir að Arnar hafi öskrað að Sveini og í kjölfarið ráðist á hann. Svo lýsir hann atburðarásinni sem Sveinn Gestur lýsti í skýrslu sinni í morgun, að Arnar hafi sótt kústskaft, gert skemmdir á bílum þeirra og þau keyrt í burtu. „Nokkrum mínútum síðar heyri ég þegar hann er að koma og ég lít til hliðar og sé að Jón Trausti hleypur upp brekkuna og ég sit þarna áfram í bílnum.” Hann segist engin samskipti hafa séð í brekkunni og ekkert af því sem Sveini er gefið að sök að hafa gert. Ástæðan segir hann að sé sú að hann hafi ekki viljað vera vitni að því sem átti sér stað. „Nokkrum mínútum seinna kemur stelpan sem var með Jóni Trausta og segir „þeir eru að hnoða hann, guð minn góður þeir eru að hnoða hann“ og við keyrum í burtu.“Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen í sumar.Vísir/VilhelmSegist ekki muna mikiðKonan sem var með Jóni Trausta í för var Ásta Hrönn Guðmundsdóttir sem var einnig handtekin og sat einnig í gæsluvarðhaldi um tíma vegna málsins. Hún segist muna takmarkað eftir atburðunum og að hún hafi blokkað mikið út í kjölfarið. Hún kannaðist þó við að hafa séð einhver átök á milli Jóns Trausta og Arnars, en ekki séð mikið hvað gerðist. „Síðasta sem ég sé er að Svenni situr með hann með hendur fyrir aftan bak til að róa hann niður og heldur honum þannig,“ sagði Ásta Hrönn. Í framhaldinu mun Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur bera vitni og verður þinghaldi lokað á meðan eins og fjallað var um á Vísi í morgun.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Réttað yfir Sveini Gesti í dag Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar Aspar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 10:15. 22. nóvember 2017 10:02