Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 13:52 Frá Patreksfirði í dag. vísir/aig Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans. Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans.
Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira