Trump ver frambjóðanda sem er sakaður um að eltast við unglingsstúlkur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 21:52 Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og árásir á konur. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um ásakanir á hendur Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, um áreitni gegn unglingsstúlkum tók Donald Trump forseti af skarið og varði Moore í dag. Fann hann frambjóðanda demókrata allt til foráttu og sagði að hlusta yrði á neitanir Moore. Washington Post sagði fyrst frá ásökununum fyrir að verða tveimur vikum. Nokkrar konur hafa stigið fram og fullyrt að Moore hafi elst við þær, áreitt og brotið gegn kynferðislega þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein kvennanna var fjórtán ára þegar Moore hafði uppi kynferðislega tilburði við hana. Fréttamenn spurðu Trump út í mál Moore við Hvíta húsið í dag og benti forsetinn þá á að Moore hafnaði ásökununum algerlega, að því er New York Times greinir frá. „Ef þið lítið á það sem er í gangi í raun og veru og þið horfið á alla hlutina sem hafa gerst síðustu 48 klukkustundirnar þá neitar hann því alfarið. Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann,“ sagði Trump. Nokkrir leiðtoga repúblikana á landsvísu hafa hvatt Moore til að stíga til hliðar en kosið verður um þingsætið 12. desember. Því hefur Moore hafnað. Landsnefnd repúblikanaflokksins hefur dregið til baka fjárstuðning sinn við framboð Moore vegna ásakananna. Ákærði Kú Klúx Klan-liða en Trump segir hann „hræðilegan“ með glæpi Þá gagrýndi hann Doug Jones, frambjóðanda demókrata til öldungadeildarþingsætisins í Alabama, sem mælist skyndilega með svipað fylgi og Moore eftir að hafa átt verulega á brattann að sækja í kosningabaráttunni áður en ásakanir kvennanna komu fram. „Við þurfum ekki frjálslynda manneskju þarna inn, demókrata, Jones,“ sagði Trump og sakaði Jones um að vera „hræðilegan“ í málefnum glæpa, landamæra og hersins. Jones er fyrrverandi héraðssaksóknari sem ákærði meðal annars félaga í Kú Klúx Klan sem stóðu að sprengjuárás í kirkju í Alabama á 7. áratugnum. Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum. Þannig hefur hann meðal annars stært sig af því að hafa gengið inn á þátttakendur í fegurðarsamkeppni sem hann átti á meðan stúlkurnar voru fáklæddar. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump gortaði sig af því að geta þuklað á konum og kysst þær í krafti frægðar sinnar. „Maður getur gert hvað sem er, gripið þær í píkuna. Maður getur gert hvað sem er,“ sagði Trump á upptökunni. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um ásakanir á hendur Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama, um áreitni gegn unglingsstúlkum tók Donald Trump forseti af skarið og varði Moore í dag. Fann hann frambjóðanda demókrata allt til foráttu og sagði að hlusta yrði á neitanir Moore. Washington Post sagði fyrst frá ásökununum fyrir að verða tveimur vikum. Nokkrar konur hafa stigið fram og fullyrt að Moore hafi elst við þær, áreitt og brotið gegn kynferðislega þegar þær voru unglingar eða ungar konur en hann saksóknari á fertugsaldri. Ein kvennanna var fjórtán ára þegar Moore hafði uppi kynferðislega tilburði við hana. Fréttamenn spurðu Trump út í mál Moore við Hvíta húsið í dag og benti forsetinn þá á að Moore hafnaði ásökununum algerlega, að því er New York Times greinir frá. „Ef þið lítið á það sem er í gangi í raun og veru og þið horfið á alla hlutina sem hafa gerst síðustu 48 klukkustundirnar þá neitar hann því alfarið. Hann segir að þetta hafi ekki gerst. Þið verðið líka að hlusta á hann,“ sagði Trump. Nokkrir leiðtoga repúblikana á landsvísu hafa hvatt Moore til að stíga til hliðar en kosið verður um þingsætið 12. desember. Því hefur Moore hafnað. Landsnefnd repúblikanaflokksins hefur dregið til baka fjárstuðning sinn við framboð Moore vegna ásakananna. Ákærði Kú Klúx Klan-liða en Trump segir hann „hræðilegan“ með glæpi Þá gagrýndi hann Doug Jones, frambjóðanda demókrata til öldungadeildarþingsætisins í Alabama, sem mælist skyndilega með svipað fylgi og Moore eftir að hafa átt verulega á brattann að sækja í kosningabaráttunni áður en ásakanir kvennanna komu fram. „Við þurfum ekki frjálslynda manneskju þarna inn, demókrata, Jones,“ sagði Trump og sakaði Jones um að vera „hræðilegan“ í málefnum glæpa, landamæra og hersins. Jones er fyrrverandi héraðssaksóknari sem ákærði meðal annars félaga í Kú Klúx Klan sem stóðu að sprengjuárás í kirkju í Alabama á 7. áratugnum. Trump hefur sjálfur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi gegn konum. Þannig hefur hann meðal annars stært sig af því að hafa gengið inn á þátttakendur í fegurðarsamkeppni sem hann átti á meðan stúlkurnar voru fáklæddar. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump gortaði sig af því að geta þuklað á konum og kysst þær í krafti frægðar sinnar. „Maður getur gert hvað sem er, gripið þær í píkuna. Maður getur gert hvað sem er,“ sagði Trump á upptökunni.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44 Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15
Eiginkonan náði fyrst auga Moore þegar hún var táningur Frambjóðandi repúblikana í Alabama sem sakaður er um að áreita unglingsstúlkur hefur sjálfur lýst því þannig að hann hafi fyrst tekið eftir eiginkonu sinni þegar hún var fimmtán eða sextán ára gömul. 21. nóvember 2017 19:44
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33