Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Líklegasta skýringin á skjálftum og vísbendingum um landris virðist vera sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur. Fréttablaðið/Jói K. „Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Það taka þessu allir af stóískri ró sem ég hef rætt við,“ segir G. Stígur Reynisson, sóknarprestur í Hofskirkju í Öræfum, um jarðhræringarnar í Öræfajökli undanfarið. Þessar hræringar kunna að leiða til eldgoss og hlaups úr jöklinum. „Fólk er voðalega rólegt. Það er einhvern veginn búið að bíta það í sig að þetta gerist ef það gerist og þá verður tekið á því,“ segir presturinn. Þessi lýsing kemur heim og saman við upplifun þeirra íbúa sem Fréttablaðið ræddi við. „Ég held að það séu nú bara flestir rólegir enn þá. Það er svo sem ekkert annað að gera,“ segir Eyþór Sigurðsson á Hofi í Öræfum og Nökkvi Reyr Guðfinnsson, starfsmaður í söluskálanum Freysnesi, er líka sallarólegur. „Ef þetta gerist þá bara gerist þetta. En maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir Nökkvi Reyr.G. Stígur ReynissonMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir við Fréttablaðið að niðurstöður vatnamælinga Veðurstofunnar bendi til þess að rennsli úr jöklinum hafi farið heldur minnkandi. Um helgina voru sýni tekin úr vatninu sem rennur úr jöklinum, meðal annars í Kvíá. Niðurstöður efnafræðirannsóknar benda til þess að ekki séu kvikugös í vatninu heldur sé um að ræða aukningu jarðhitavatns sem geti skýrt stækkun sigketilsins á jöklinum. Magnús Tumi segir þessar niðurstöður ekki benda til þess að kvika sé komin upp í jarðhitakerfið. „En hins vegar eru allir sammála um það að líklegasta skýringin á þessum atburðum, skjálftum sem hafa verið og vísbendingum um landris, sé sú að djúpt undir eldstöðinni sé aukinn kvikuþrýstingur,“ segir Magnús Tumi. „En það eru enn sem komið er ekki vísbendingar um það að gos sé yfirvofandi,“ segir hann. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sem sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. „Það er sprungumyndun í Öræfajökli sem er afleiðing af þessu vatnsrennsli. Við verðum bara að fylgjast með þessu, en ekki líta svo á að það sé að fara að skella á eldgos alveg á næstunni,“ segir Magnús Tumi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira