Afturelding bar sigurðorð af ÍBV 2 í Coca-Cola bikarnum í kvöld og er því komin í 16-liða úrslit keppninnar.
Lokatölur í leiknum urðu 23-39, en staðan í hálfleik var 9-22 fyrir gestina úr Mosfellsbæ.
Sigurður Bragason var markahæstur heimamanna, en hann skoraði 10 mörk fyrir ÍBV 2. Sigurður þjálfar aðallið Eyjamanna í Olís-deild karla.
Í liði Aftureldningar var Árni Bragi Eyjólfsson markahæstur, með 11 stykki. Bjarki Kristinsson skoraði 6.
Afturelding mætir Fram í 16-liða úrslitunum, en leikirnir fara fram um miðjan desember.
Afturelding áfram í Coca-Cola bikarnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn

Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn


