Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 19:44 Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33