Innlent

Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Inga Sæland, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa allar undir áskorunina.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Inga Sæland, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifa allar undir áskorunina.
Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi.

Greint var frá því í fyrr í dag að stofnaður hefði verið hópur á Facebook þar sem konur sem tekið hafa þátt í íslenskum stjórnmálum hafa undanfarna daga sagt frá ofbeldi og áreitni af hendi kollega í pólitíkinni.

Hópurinn heitir „Í skugga valdsins“ og er það jafnframt yfirskrift áskorunarinnar. Í tilkynningu sem fylgir áskoruninni segir að endanlegur listi þeirra kvenna sem skrifa undir yfirlýsinguna og allar sögurnar verði birtar á föstudag.

 

Með áskorun kvennanna sem send er út til fjölmiðla nú fylgja níu nafnlausar reynslusögur úr hópnum en þar segir meðal annars ein konan frá því að hún geti ekki talið upp hversu oft henni hafi verið beint og óbeint hótað nauðgun vegna skoðana sinna.

Áskorunina, nöfn þeirra sem skrifa undir hana og reynslusögurnar níu má sjá hér fyrir neðan.

1.    Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað í stjórnmálum rétt eins og annars staðar í samfélaginu.

2.    Meðfylgjandi eru frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni.

3.    Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.

Undirskriftir:

1.    Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi, Samfylkingin

2.    Guðlaug Svala S Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Björt framtíð Hafnarfirði

3.    Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjóri VG

4.    Sigríður Erla Sturludóttir, 2. varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna

5.    Claudia Overesch, Alþýðufylkingin

6.    Sanna Magdalena Mörtudóttir, varaformaður bráðabirgðarstjórnar Sósíalistaflokks Íslands

7.    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Viðreisn.

8.    Silja Jóhannesdóttir, stjórnarmeðlimur í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar

9.    Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins

10.    Nikólína Hildur Sveinsdóttir, alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar

11.    Björt Ólafsdóttir, ráðherra, Björt Framtíð

12.     Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

13.    Hildur Þórisdóttir, varabæjarfulltrúi L-lista á Seyðisfirði og formaður Samfylkingar á Seyðisfirði

14.    Þórey Vilhjalmsdottir, fyrrverandi formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna

15.    Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð

16.    Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

17.    Herdís Sigurjónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

18.    Dagrún Ósk Jónsdóttir, ritari UVG

19.    Sigrún Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Samfylkingarinnar og fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi

20.    Margrét Erla Þórsdóttir, viðburðastýra UVG

21.    Sigrún Skaftadóttir, fyrrum Feminist Network Coordinator fyrir Young European Socialist, fyrrum alþjóðaritari Ungra Jafnaðarmanna og núverandi stjórnarmaður í kvennahreyfinu Samfylkingarinnar.

22.    Sólveig Skaftadóttir, stjórnarmeðlimur í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar

23.    Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar

24.    Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

25.    Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

26.    Kristbjörg Þórisdóttir varaþingmaður Framsóknarflokksins

27.    Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna

28.    Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar

29.    Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar

30.    Þórlaug Borg Ágústdóttir, ráðsfulltrúi og fyrrverandi formaður Pírata í Reykjavík

31.    Eva Einarsdottir, varaborgarfulltrúi og fv. varaþingkona, Björt Framtíð

32.    Sólveig Anna Jónsdóttir, Sósíalistaflokki Íslands

33.    Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar, Fljótsdalshéraði

34.    Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrrv. þingkona Samfylkingarinnar

35.    Laufey Líndal Ólafsdóttir, meðlimur í bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokks Íslands.

36.    Guðrún Arna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varabæjarfulltrúi Garðabæ, Samfylkingin

37.    Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar, Fjarðabyggð.

38.    Auður Lilja Erlingsdóttir, VG

39.    Margrét M. Norðdahl, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, Samfylkingin

40.    Dagbjört Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri

41.    Halldóra Mogensen, þingkona Pírata

42.    Eva Pandora Baldursdóttir, fráfarandi þingmaður og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi

43.    Svandís Svavarsdóttir formaður þingflokks VG

44.    Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð

45.    Ragnheiður Hergeirsdóttir, f.v. bæjarstjóri og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg

46.    Bryndís Haralds, þingkona og bæjarfulltrúi, Sjálfstæðisflokkurinn

47.    Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg

48.    Þórhildur Hlín, Ungir jafnaðarmenn

49.    Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

50.    Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, Vinstri græn

51.    Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna

52.     Ída Finnbogadóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

53.    Kristín Elfa Guðnadóttir, ráðsfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg

54.    Rósanna Andrésdóttir, Samfylkingunni

55.    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þinmaður, ritari og starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokkurinn

56.    Eva H. Baldursdóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður félags frjálslyndra jafnaðarmanna

57.    Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð

58.    Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

59.     Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og alls konar, VG

60.    Sigrún Blöndal, bæjarfulltrúi L-listans á Fljótsdalshéraði og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

61.    Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans í Ísafjarðarbæ og formaður bæjarráðs

62.    Katla Hólm Þórhildardóttir, Píratar

63.    Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Vinstri Græn, fyrrverandi formaður UVG

64.     Maria Hjalmarsdottir varaþingmaður samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

65.    Margrèt Gauja Magnúsdóttir, Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Samfylkingin.

66.     Sigurþóra Bergsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi

67.    Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, Sjálfstæðisflokkur

68.    Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, varabæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð

69.    Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Samfylkingunni

70.    Silja Snædal Drífudóttir, fyrrverandi alþjóðaritari UVG og varamaður í stjórn VG í Reykjavík

71.    Erla Björg Guðmundsdóttir, Samfylkingunni

72.    Alma Lisa Johannsdottir, VG

73.    Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, Samfylkingin

74.    Tanja Rún Kristmannsdóttir, varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna

75.    Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi og ritari VG

76.     Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri - Framsóknarflokkurinn

77.    Oddný Sturludóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar

78.    Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar og fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar

79.    Ingibjörg Ingvadóttir, Framsóknarflokki

80.    Eydís Blöndal, önnur varaþingkona VG í Reykjavík suður

81.    Nichole Leigh Mosty, formaður hverfisráðs Breiðholts og fyrrum þingmaður Bjartar framtíðar

82.    Halla Gunnarsdóttir, varaþingmaður VG

83.    Kristín Sævarsdóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi

84.    Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna.

85.    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennaframboði, Kvennalista, Reykjavíkurlista og Samfylkingu

86.    Iðunn Garðarsdóttir, Vinstri græn

87.    Dóra Sif Tynes, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar

88.    Andrea Hjálmsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi VG á Akureyri

89.    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, ráðsfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg

90.    Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar

91.    Jónína Erna Arnardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn

92.    Guðrún Ágústsdóttir, aðal-eða varaborgarfulltrúi frá 1978-1999, forseti borgarstjórnar frá 1994-1999, VG

93.    Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar

94.    Guðrún Jóna Jónsdóttir, fyrrum forman Ungra jafnaðarmanna

95.    Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri

96.    Hildur Friðriksdóttir, VG

97.    Sigríður Pétursdóttir, VG, formaður hverfisráðs Kjalarness

98.    Una Hildardóttir, gjaldkeri og 1. varaþingmaður VG í Suðvesturkjördæmi

99.    Gyða Dröfn Hjaltadóttir, formaður Ungra vinstri grænna

100.    Ása Elín Helgadóttir, framkvæmdarstjórn UJ, Samfylkingin

101.    Marzibil S. Sæmundardóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar

102.     Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

103.    Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi í Rvk. Samfylking

104.    Sema Erla Serdar, fyrrv. formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og fyrrv. formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

105.    Gerður Jónsdóttir stofnfélagi í Miðflokknum. Fyrrverandi formaður Landssambands framsóknarkvenna, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri

106.    Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

107.    Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra Pírata, 2. varaþingmaður Pírata

108.    Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, Lista Grindvíkinga

109.    Anna Lísa Björnsdóttir, VG

110.     Sanna Magdalena Mörtudóttir, varaformaður bráðabirgðarstjórnar Sósíalistaflokks Íslands

111.     Gréta Ingþórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins

112.    Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Framsóknarflokki

113.     Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata

114.    Inga Auðbjörg Straumland, fyrrverandi varaformaður ungra jafnaðarmanna

115.    Svala Jónsdóttir, varamaður í nefnd fyrir VG

116.    Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálaráðgjafi og meðlimur í Samfylkingunni

117.    Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, varaformaður UVG

118.    Helga Dögg Björgvinsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna

119.    Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins

120.    Guðný Hildur Magnúsdóttir, VG, fyrrverandi formaður VG á Vestfjörðum og núverandi stjórnarkona VG á Vestfjörðum

121.    Jóna Björg Sætran, 4 á  lista Framsóknar- og flugvallarvina, númer  5 á lista Framsóknarflokksins til alþingiskosinga  2017

122.    Birna Hafstein, Viðreisn

123.    Steinunn Ýr Einarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

124.     Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata

125.    Bryndís Friðgeirsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, fv. formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og fv. formaður Samfylkingarinnar á N Vestfjörðum

126.    Rannveig Ernudóttir fyrrum ritari Pírata og núverandi vararitari Pírata, frambjóðandi með Pírötum 2017

127.    Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir, innanstarfsfulltrúi UVG

128.    Greta Björg Egilsdóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og nú síðast á lista Miðflokksins

129.    Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, fyrrv. formaður framkvæmdaráðs Pírata og núverandi formaður Pírata í Hafnarfirði

130.    Guðrún Ágústa þórdísardóttir, fyrrverandi varaþingmaður Pírata

131.    Álfheiður Eymarsdóttir kafteinn Pírata á Suðurlandi og varaþingmaður

132.     Fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri til 12 ára, formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri í 10 ár. Miðstjórn ASÍ og stjórn LÍV.

133.    Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Stofnfélagi í Miðflokknum, áður í Framsókn

134.    Ása Richardsdóttir, Samfylkingin, bæjarfulltrúi Kópavogi/ varaforseti bæjarstjórnar

135.    Ása Lind Finnbogadóttir, fyrrverandi frambjóðandi Dögunar til Alþingis en er skráð bæði í Pírata og Samfylkingu

136.    Þorgerður María Halldórsdóttir, fv Sjálfstæðisflokknum

137.     Margrét Kristín Helgadóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Akureyrar

138.    Guðrun Erla Geirsdottir ein af stofnendum Kvennaframboðsins og Samfylkingarinnar og fyrverandi varaborgarfulltr.

139.    Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Reykjavíkurlistans

140.    Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, fyrrv. formaður UJ í Gbæ og Álftanesi, fyrrv. stjórn Röskvu

141.    Halldóra Jónasdóttir, einkaþjálfari og flugkona, virk Pírata og frambjóðandi í SV fyrir Pírata 2017

142.    Hanna Bjartmars Arnardóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

143.    Þorgerður Jóhannesdóttir, skrifstofustjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarfulltrúi

144.    ilja Dōgg Baldursdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri L- listinn

145.    Sigrún H Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar

146.    María Pétursdóttir, Sósíalistaflokkur Íslands

147.    Ingibjörg Stefánsdóttir, í stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, fv. varaformaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og varamaður í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. Fyrrverandi starfskona Kvennalistans

148.    Sigríður Sigmarsdóttir Sjálfstæðisflokkur

149.    Anna Margrét Guðjónsdóttir, fv. varaþingkona Samfylkingarinnar, í stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík

150.    Sigrún Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

151.     Hólmfríður Bjarnadóttir, Pírati

152.    Unnur Tryggvadóttir Flóvenz, fv. varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og fv. málefnastýra Ungra jafnaðarmanna

153.    Sigríður M Guðjónsdóttir Bæjarfullltrúi Fjarðslistans í Fjarðabyggð

154.    Sigríður Gísladóttir, formaður VG á Vestfjörðum

155.    Eva Dögg Guðmundsdóttir, stjórnarmeðlimur í Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur SffR

156.    Ragnheiður Elín Árnadóttir, fv. þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins

157.    Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG

158.    Steinunn Rögnvaldsdóttir, fyrrverandi formaður Ungra vinstri grænna

159.    Geirlaug Jóhannsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð, Samfylking

160.     Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar

161.    Guðrún Íris Valsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð

162.    Bryndís Sigurðardóttir, fyrsti formaður Samfylkingar í Hveragerði og á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi fyrir nokkrum kosningum

163.    Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar

164.     Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn

165.    Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv ráðherra og borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins

166.     Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og fv.varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins

167.     Diljá Ámundadóttir, fv. varaborgarfulltrúi BF

168.    Sigrún Björk Jakobsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Fv.Bæjarfulltrúi og Bæjarstjóri á Akureyri.

169.    Bryndís Gunnlaugsdóttir, fv. bæjarfulltrúi, fv. formaður SUF og fv. varaþingmaður Framsóknar

170.     Ingibjörg Óðinsdóttir, fyrrv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

171.    Elva Dögg Ásud. Kristindóttir, oddviti VG í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn

172.    Borghildur Sölvey Sturludóttir, varabæjarfulltrúi BF í Hafnarfirði

173.    Þorgerður Anna Arnardóttir, Sjálfstæðisflokkurin

174.    Valgerður Halldórsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði – Samfylking

175.    Vilborg Oddsdóttir, Samfylking, 5. sæti suður Reykjavík fyrir síðustu Alþingiskosningar

176.    Jónína Sigurðardóttir, stjórnarmaður í Heimdalli og oddviti Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta á Menntavísindasviði – Sjálfstæðisflokkurinn

177.    Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs og fv. varaþingmaður

178.    Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar

179.    Katrín Ósk, varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins í SV, varaformaður Stefnis félag ungra í Hafnarfirði og oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ

180.    Jenný Heiða Zalewski, varaformaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

181.    Ásrún Birgisdóttir, ritari Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi í Reykjavík

182.    María Júlía Rúnarsdóttir, Framsókn

183.    Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

184.    Margrét Gísladóttir, fyrrv. aðstoðarmaður utanríkisráðherra og fyrrv. ráðgjafi forsætisráðherra Framsókn

185.    Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþingkona Framsóknar og stjórnarmeðlimur SUF

186.    Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata

187.    Dagbjört Hákonardóttir, fv. gjaldkeri og meðstjórnandi Ungra Jafnaðarmanna, Röskvukona og fv. formaður Ungra Evrópusinna

188.    Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins

189.    Ásrún Helga Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi Í Grindavík fyrir Framsóknarflokkinn

190.    Eva Margrét Kristinsdóttir, fv. varabæjarfulltrúi og fv. formaður ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi. Samfylking.

191.    Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði og varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi.

192.    Guðrún Katrín, fyrrverandi flokkstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi bæjarstjótnarmaður á Seyðisfirði fyrir Samfylkinguna

193.    Guðveig Eygloardottir oddviti Framsóknar í sveitarstjórn Borgarbyggðar

194.    Lára Björg Björnsdóttir, VG

195.    Sæunn Stefánsdóttir, fyrrum ritari og þingmaður Framsóknarflokksins

196.    Dagný Jónsdóttir, fv. þingmaður Framsóknarflokksins

197.    Anna Björg Níelsdóttir bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir Framfarasinna

198.    Inga María Hlíðar Thorsteinson, Sjálfstæðisflokkurinn

199.    Sunna Rós Víðisdóttir, fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata

200.    Elsa Kristjánsdóttir, gjaldkeri Pírata

201.    Ragnhildur Vigfúsdóttir, Kvennalista og síðar Samfylkingin

202.    Inga Þyri Kjartansdóttir, fv. framkvæmdastjóri Landssambands Framsóknarkvenna, í miðstjórn og varamaður í kjördæmisráði Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi

203.    Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fv. Varaborgafulltrúi Samfylkingarinnar

204.    Fríða Rós Valdimarsdóttir, fyrrverandi frambjóðandi Kvennalistans

205.    Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, Samfylkingin

206.     Halla Sigríður Steinólfsdóttir, varaoddviti í sveitarstjórn Dalabyggðar og í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

207.    Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi og formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ

208.     Sif Huld Albertsdóttir, varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Ísafjarðarbæ

209.    Birna Lárusdóttir, Sjálfstæðisflokki. Fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fyrrverandi varaþingmaður í NV-kjördæmi

210.    Hildur Knútsdóttir, fyrrv. varaþingmaður VG

211.    Hrefna Guðmundsdóttir, Björt framtíð, á lista bæði í sveitastjórnar- og alþingiskosningum

212.    Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður jafnréttisnefndar Viðreisnar

213.    Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

214.    Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata

215.    Ásta Dís Guðjóns, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Var í 2 sæti Rvk-N fyrir Dögun 2016 og í stjórn Dögunar.

Sit í bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokksins

216.    Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður

217.    Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins

218.     Jasmina Crnac, Oddviti Bjarta framtíðar í Suðurkjördæmi. Einnig fulltrúi velferðarnefndar í Reykjanesbæ fyrir A-lista

219.     Sigríður Elva Konráðsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi

220.    Guðrún Inga Ingólfsdottir, hagfræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins

221.    Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar

222.    Una María Óskarsdóttir, uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur, 1. varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.

223.    Brynhildur S. Björnsdóttir, Björt framtíð

224.     Halldóra Baldursdóttir, Fulltrúi gæðamála OR, Miðflokkurinn

225.    Ólína Freysteinsdóttir, Fjölskyldufræðingur, Samfylkingin

226.    Drífa Sigfúsdóttir, MS í mannauðsstjórnun, f.v. forseti bæjarstjórnar/varabæjarstjóri og varamaður á Alþingi, stjórn LFK, framkvæmdastjórn o.fl. Framsóknarflokki

227.    Anna Pála Sverrisdóttir, fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna og fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar.

228.    Anna Lóa Ólafsdóttir bæjarstjórn RNB 2014-15

229.    Jónína Holm, bæjarfulltrúi N-listans sem er þverpólitískt framboð í Garði

230.     Sólveig Guðjónsdóttir 3. sæti hjá Miðflokknum, Suðurkjördæmi

231.     Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar

232.    Auður Alfa Ólafsdóttir, framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar

233.    Hildur Karen Sveinbjarnardóttir, Sjálfstæðisflokki

234.    Anna Bara Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri, Miðflokkurinn

235.    Sunna Snædal, varakona í Velferðarráði, VG

236.    Valgerður Sveinsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins

237.    Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi.

238.    Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

239.     Laufey Elísabet Gissurardóttir, fjölskyldunefnd á Seltjarnarnesi, Samfylking

240.    Oktavía Hrund Jónsdóttir, 1. varaþingkona Pírata suðvestur og stjórnarformaður Evrópskra Pírata

241.    Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður og stjórnarmeðlimur Viðreisnar

242.    Lovísa Rósa Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar á Hornafirði, Sjálfstæðisflokki

243.     Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Samfylkingunni

244.    Þóra Magnea Magnúsdóttir, stjórnarmaður í VG, Reykjavík

245.    Ásdís Bjarnadóttir, 4. sæti Miðfloknum Suðurkjördæmi

246.    Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv. þingmaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

247.    Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritari stjórnar VG í Reykjavík

248.     Margrét K. Sverrisdóttir fv. varaþingmaður Frjálslynda flokks og síðar borgarfulltrúi Samfylkingar

249.     Herdís Hjörleifsdóttir, 7. sæti í Miðflokknum í Suðurkjördæmi

250.    Sigríður Sólveig, grasrótin, Sjálfstæðisflokkurinn

251.     Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

252.    Jórunn Einarsdóttir. fyrrum bæjarfulltrúi og varaþingmaður VG

253.    Eva Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður fræðslunefndar í Mosfellsbæ og fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

254.    Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina

255.    Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir. aðstoðarmaður félags-og jafnréttismálaráðherra og varaþingmaður Viðreisna

256.     Jóna Björg Hlöðversdóttir. VG

257.     Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, Sjálfstæðisflokki

258.     Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Akranesi, Sjálfstæðisflokki

259.    Anna Aurora Waage Óskarsdóttir Framkvæmtastjóri og í stjórn Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ

260.     Bergljót Kristinsdóttir, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og varabæjarfulltrúi

261.    Hildur Helga Gísladóttir formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi

262.    Lilja Alfreðsdóttir, alþingiskona og varaformaður Framsóknarflokksins

263.     Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna

264.    Bjarnveig Ingvadóttir, Framsóknarflokkurinn, ritari Landsambands Framsóknarkvenna

265.    Rakel Dögg Óskarsdóttir, Framsókn og flugvallarvinir

266.    Elín Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins

267.     Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins

268.    Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna

269.     Elín Jónsdóttir, formaður sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, selás og ártúni og meðlimur í stjórn Varðar

270.    Hreindís Ylva Garðarsd. Holm, VG

271.    Eygló Björg Jóhannsdóttir, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi

272.    Gyða R. Stefánsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

273.    Gerður Pálsdóttir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, Samfylkingin

274.    Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi á Akranesi, Björt framtíð

275.    Aníta Rut Hilmarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

276.    Bryndís Bjarnadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

277.     Margrét Pétursdóttir stjórnarkona í VG

278.    Þórunn Sveinbjarnardóttir, fv. þingkona Samfylkingar

279.    Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi Borgarstjóri og þingkona Samfylkingar

280.    Silja Rán Arnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn

281.     Erla Guðrún Gísladóttir. VG

282.    Fríða Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Sjálfstæðisflokkurinn.

283.    Sirrý Hallgrímsdóttir, varaformaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna

284.    Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ràðherra, Samfylkingin

285.    Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir fyrrverandi kosningastýra í Reykjavík. Samfylkingin.

286.    Margrét Frímannsdóttir, Samfylking

287.    Björg Eva Erlendsdóttir,  Framkvæmdastjóri VG og fyrrv. stjórnarfulltrúi hér og þar

288.    Andrea Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur Sambands ungra Sjálfstæðismanna

289.    Katrín Snæhólm Baldursdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar

290.    Eydís Bára Jóhannsdóttir, formaður Framsóknarfélags Húnaþings vestra.

291.    fv. formaður bæjarráðs og fv. stjórnarmaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sjálfstæðisflokkurinn

292.    Björk Guðjónsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.

293.    Birgitta Jónsdóttir, fv. Þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírata

294.    Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, stjórn ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

295.    Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður, Sjálfstæðisflokki

296.    María Grétarsdóttir,  bæjarfulltrúi, FÓLKIÐ- í bænum, Garðabæ

297.    Unnur Brá Konráðsdóttir, fv. forseti Alþingis og varaþingmaður, Sjálfstæðisflokki

298.    Hildur Margrétardóttir, formaður Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og 2. varabæjarfulltrúi

299.    Hólmfríður Garðarsdóttir, aðgerðarsinni víða, m.a. í Samfylkingu og með Kvennalista

300.    Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokki

301.    Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.

302.    Bergþóra Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks, VG.

303.    Nanna Kristín Tryggvadóttir, varamaður í miðstjórn, Sjálfstæðisflokki

304.    Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna.

305.     Guðrún M. Ó. Steinunnardóttir. Fyrrverandi bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð.

1.    Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokknum, og þá flestir giftir menn verið að senda mér skilaboð á kvöldin. Menn gera sér upp misjöfn tilefni til þess að hafa samband. Segjast vilja hjálpa mér ef mig vanti einhverja hjálp t.d. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir vilji eiga inni hjá mér greiða eða hvort þeir séu að sýna að þeir séu valdameiri. Svo koma komment eins og: þú ferð nú í framboð er það ekki? Þú hefur allavega kinnbeinin í það. (já stelpur, þið sem eruð með kinnbein, drífið ykkur í framboð!) Svo hef ég líka fengið: þú ert nú með röddina í það, oh þessi rödd! Einn af þessum mönnum veit ég til að hefur verið að hafa samband við fleiri ungar konur í flokknum. Já ég er einhleyp, ung kona, en ég gekk ekki inn í stjórnmálastarf til þess að hafa ofan af fyrir giftum mönnum sem eru ef til vill orðnir leiðir á konunum sínum.

 

2.    Ég var einu sinni í Finnlandi á UNR sem er Ungmenna þing Norðurlandaráðs sumsé þvert á alla flokka þegar ég mæti í kjól og hælum fyrir dinnerinn segir hann NEI loksins sexy og sæt kona í vinstri pólitík, sama kvöld talaði hann við nokkra aðra stráka um þetta og í hvert skipti sem ég og sænsk vinkona mín gengum nálægt honum þá þurfti hann að kommenta á útlit okkar. Óþolandi og gerði mig alltof meðvitaða um sjálfa mig, áttum svo eftir heilan dag af þinginu og ég meikaði bara ekki að tjá mig daginn eftir á fundinum. Annars á svipuðum event sat ég með nokkrum ungum konum af öllum flokkum þar sem var farið yfir hvaða þingmenn væru mestu perrarnir á þessum þingum.

Það er því miður þannig að flestar af ungu konunum sem taka þátt í þessum þingum hafa lent í perraköllum og sumar hafa bara mjög grófar og ógéðslegar sögur. Margar hafa fengið beina hótun um að pólitískur ferill þeirra yrði bara ekki að neinu ef þær væru ekki til í að borga fyrir það einhvernveginn

3.    Eftir umræðufund um málefni tengt Íraksstríðinu hélt hópurinn á bar og þar sem ég sat og ræddi við stjórnmálamenn tvo og einn vin þeirra um mál fundarins, fór vinurinn upp úr þurru að benda á hvað ég væri með fallega brjóstaskoru. Mér þótti þetta augljóslega óþægilegt og bað hann um að hætta þessu, en hann hélt áfram. Ég sat þarna klemmd á milli mannanna, enginn kom mér til varnar, ég fór. Hvað hafði eiginlega gerst, í miðri málefna umræðu var ég á svipstundu orðin hlutur í augum þriggja manna. Ég á fleiri svona sögur.

 

4.    Er komin fram sagan af karlkyns borgarstjóranum sem fór með gamanmál í fjölmennri veislu í Viðey á vegum borgarinnar? Þar fjallaði hann um ,,gangtegundir” kvenna. Þær hafa nefnilega bara tvenns konar gang: frekjugang og yfirgang. Þetta var á þessari öld notabene.

 

5.    Einn af upprennandi stjórnmálamönnunum er með margar „óstaðfestar“ sögur um áreitni gangvart ungum konum. Innan flokksins var gert mál úr þessu og reynt að láta hann sæta ábyrgð. Einhverjar konur gátu ekki hugsað sér að starfa með flokknum vegna þessa manns. Ekkert kom útúr málinu og maðurinn starfar í flokknum eins og ekkert hafi í skorist enda er svo rosalega dramatískt að hefta pólitískan feril ungs manns þrátt fyrir sögusagnir.

6.    Ég er nýkjörin formaður í nýju kjördæmisfélagi flokks. Öflugt félag strax, fundarherferðir, umræður og stuð.... ýmsir karlmenn meika mig ekki og eru sífellt að reyna að skrúfa mig niður.. .. nokkrir ganga lengra, niðrandi komment og niðurrif, örfáir en fleiri en tveir, káf og tilraunir til að komast lengra.... Engum tókst en hafði þau áhrif að mig langaði ekki að vera í forystu...þeirra....

7.    Ég get ekki talið upp öll þau skipti sem mér hefur beint og óbeint verið hótað nauðgun vegna skoðana minna. Ég hef engan áhuga á að hafa það eftir, en ég hef oft lesið um allskonar hluti sem ég hefði gott af og hvernig væri nú best að þagga niður í mér.

8.    Að taka þátt í prófkjöri var ávísun á að þurfa "þola" kossa, þukl og faðmlög frá flokksMönnum, helst með bros á vör, (annars myndu Þeir ekki kjósa þig).

9.     Ég hef verið þátttakandi í pólitísku starfi allt frá menntaskólaárum. Ég hef oft orðið fyrir niðurlægjandi ummælum og framkomu sem beinlínis má rekja til þess að ég er kona, en ég hef ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í störfum mínum í nefndum, í framboði, í borgarstjórn, á alþingi eða í ráðuneyti. Það er ástæðan fyrir því að ég skrifaði ekki undir áskorunina en sé svo að það hafa nokkrar gert, sem eins er ástatt um. En utan hins pólitíska vettvangs - bæði í vinnu og í skemmtanalífi hef ég lent í alls konar - eins og sagt er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×