Rússar sverja af sér geislavirk efni sem lagði yfir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 18:58 Geislavarnir Frakklands greindu óvenjulegt magn geislavirks efnis í byrjun nóvember. Vísir/AFP Ekkert kjarnorkuslys hefur átt sér stað á yfirráðasvæði Rússa þrátt fyrir að sérstaklega há gildi geislavirkrar samsætu hafi fundist í Úralfjöllum. Þetta fullyrða rússnesk stjórnvöld. Geislavirk efni fundust í Evrópu fyrr í þessum mánuði sem talið er að hafi borist frá annað hvort Rússlandi eða Kasakstan. Kasakar hafa einnig neitað því að uppruni efnanna sé þar. Báðar þjóðir fullyrða að ekkert óvenjulegt hafi átt sér stað í kjarnorkuverum þeirra. Veðurstofa Rússlands viðurkennir þó að í Úralfjöllum hafi styrkur geislavirka efnisins rúþeníums-106 mælst þúsundfalt meiri en eðlilegt getur talist. Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnun Frakklands greindi frá því að samsætan hefði greinst þar í landi 9. nóvember. Líklegast var talið að hún hefði borist þangað frá öðru hvoru austantjaldsríkjanna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ein mælistöðin í Úralfjöllum þar sem styrkur geislavirka efnisins mældist mikill er nærri Mayak-kjarnorkuendurvinnsluverinu sem er í eigu rússneska ríkisins. Meiriháttar kjarnorkuslys átti sér stað í verinu árið 1957. Forsvarsmenn versins neitað því hins vegar að geislamengunin hafi borist þaðan. BBC segir að rúþeníum-106 verði aðeins til þegar frumeindir eru klofnar. Efnið sé stunum notað í læknisfræðilegum tilgangi. Kasakstan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Ekkert kjarnorkuslys hefur átt sér stað á yfirráðasvæði Rússa þrátt fyrir að sérstaklega há gildi geislavirkrar samsætu hafi fundist í Úralfjöllum. Þetta fullyrða rússnesk stjórnvöld. Geislavirk efni fundust í Evrópu fyrr í þessum mánuði sem talið er að hafi borist frá annað hvort Rússlandi eða Kasakstan. Kasakar hafa einnig neitað því að uppruni efnanna sé þar. Báðar þjóðir fullyrða að ekkert óvenjulegt hafi átt sér stað í kjarnorkuverum þeirra. Veðurstofa Rússlands viðurkennir þó að í Úralfjöllum hafi styrkur geislavirka efnisins rúþeníums-106 mælst þúsundfalt meiri en eðlilegt getur talist. Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnun Frakklands greindi frá því að samsætan hefði greinst þar í landi 9. nóvember. Líklegast var talið að hún hefði borist þangað frá öðru hvoru austantjaldsríkjanna, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ein mælistöðin í Úralfjöllum þar sem styrkur geislavirka efnisins mældist mikill er nærri Mayak-kjarnorkuendurvinnsluverinu sem er í eigu rússneska ríkisins. Meiriháttar kjarnorkuslys átti sér stað í verinu árið 1957. Forsvarsmenn versins neitað því hins vegar að geislamengunin hafi borist þaðan. BBC segir að rúþeníum-106 verði aðeins til þegar frumeindir eru klofnar. Efnið sé stunum notað í læknisfræðilegum tilgangi.
Kasakstan Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira