Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 17:57 Myndin er tekin af sigkatlinum í Öræfajökli í fyrradag. mynd/tómas guðbjartsson Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20